Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saving Private Ryan 1998

Justwatch

Frumsýnd: 11. september 1998

In the Last Great Invasion of the Last Great War, The Greatest Danger for Eight Men was Saving... One.

170 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 91
/100
Vann 5 Óskarsverðlaun, en tilnefnd til 11. Besta kvikmyndataka, besta leikstjórn, bestu hljóðeffektar, besta klipping, besta hljóð

Saving Privat Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðari heimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar sem meirihluti hermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremur dögum síðar fær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta manna hersveit og finna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni.... Lesa meira

Saving Privat Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðari heimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar sem meirihluti hermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremur dögum síðar fær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta manna hersveit og finna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni. Ástæðan er sú að þrír bræður Ryans höfðu fallið í bardaga og þótti Marshall hershöfðingja að móðir þeirra hafi nú fært nægar fórnir. Ólíkt innrásinni í Normandí er markmið þeirra ekki að drepa óvininn heldur að bjarga lífi eins manns, ekki hershöfðingja eða ættgöfugs manns heldur óbreytts hermanns. En hvaða vit var í því að fórna lífi átta manna til að bjarga einum manni?... minna

Aðalleikarar

Tom Hanks

Captain John H. Miller

Tom Sizemore

Technical Sergeant Michael Horvath

Edward Burns

Private Richard Reiben

Matt Damon

Private James Francis Ryan

Barry Pepper

Private Daniel Jackson

Adam Goldberg

Private Stanley Mellish

Vin Diesel

Private Adrian Caparzo

Giovanni Ribisi

T-Medic Irwin Wade

Jeremy Davies

Corporal Timothy Upham

Joerg Stadler

Steamboat Willie

Paul Giamatti

Sergeant William Hill

Ted Danson

Captain Fred Hamill

Dennis Farina

Lieutenant Colonel Walter Anderson

Max Martini

Corporal Henderson

Tom Dugan

Parker

Adam Shaw

Delancey

Leikstjórn

Handrit


Vá, ég bara vá. Þessi mynd er ein besta stríðsmynd sem ég hef séð. Steven Spielberg sannar hér enn einu sinni að hann er kóngur kvikmyndanna. Opnunaratriðið í Omaha Beach er hrein og bein snilld. Hraðinn, spennan og kalhæðnin í því atriði er bara flott. Þessi mynd er skipuð mörgum stjörnuleikurum, Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Barry Pepper, Adam Goldberg, Giovanni Bibisi, Vin Diesel, Matt Damon, Jeremy Davies, Ted Danson, Paul Giamatti, Dennis Farina o.fl. Gerist sagan í seinni heimstyrjöldinnni.


Það vill svo til að ritari nokkur kemst að því að þrír bræður þeir Dan Ryan, Sean Ryan og Hinn Ryan hafa fallið í valinn í stríðinu með stuttu millibili og muni móðir þeirra fá þrjú bréf sama daginn sem segja frá láti þeirra. En þó er fjórði bróðirinn hann James Ryan (Matt Damon) týndur einhversstaðar í hinu hættulega Normandí og ekki er vitað hvort hann sé lifandi eða dauður. Gengur fréttin milli yfirmanna í hernum þar til hershöfðingi nokkur ákveður að senda skuli út átta mann björgunarsveit inná hið hættulega Normandí til að bjarga týnda syninum. Sveitin er skipuð hermönnum sem nýlega hafa ráðist inní Omaha Beach. Sveitina skipa Captain Miller (Tom Hanks), Sergeant Horvath (Tom Sizemore), Private Reiben (Edward Burns), Private Javkson (Barry Pepper), Private Mellish (Adam Goldberg), Private Caparzo (Vin Diesel), T-4 Medic Wade (Giovanni Ribisi) og túlknum Upham (Jeremy Davies). Saman fara þeir um sveitir Frakklands í leit að Private Ryan. En á hverju strái eru Þjóðverjar og björgunarsveitin missir menn og spurningin er hverjir þeirra lifa af!


Tom Hanks er góður í myndinni og það sama má segja um alla leikarana en þrátt fyrir það finnst mér Tom Sizemore, Jeremy Davies og Giovanni Ribisi standa sig best. Maður verður aldrei leiður á þessari mynd og maður getur horft á hana aftur og aftur. Lokabardagaatriðið er í sjálfu sér snilld og einhvern veginn er dauði Private Mellish mest grípandi.

Snilldar mynd, hlaðin verðlaunum hvaðan af úr heiminum og ein sú besta í heimi.

Ein flottasta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Sögusvið frábært og leikurinn góður. Tom Hanks stendur yfirleitt alltaf fyrir sínu. Handrit fínt og tónlistin góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svaing Private Ryan er ein besta og raunverulegasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Í þessari mynd sannar Spielberg enn of aftur að hann er meistari kvikmyndanna. Upphafsatriðið er mesta orrusta sem að kvikmynduð hefur verið í sögunni er einstaklega vel gert og raunverlulegt, maður fær mikið innsýn hvernig aðstæðurnar voru og hvað þessir menn máttu þola þegar þeir gengu á land á Omaha. Þó svo að sumum hérna finnist þessi mynd vera þjóðernisrembingur hjá kananum þá er þessi mynd ekki svoleiðis, jú við erum að fylgjast með Bandarískum hermönnum alla myndina en myndin er séð með augum Bandarískra hermanna, nú til að byrja með þá mistu Bandaríkjamenn fleiri hermenn í allri innrásinni en allar hinar þjóðirnar og svo er Steven Spielberg kani. Myndinn byggir í raun á sönnum atburðum (fyrir utan byrjunina). Ég var yfir mig hrifinn af þessari mynd og ég get horft á hana aftur og aftur. Kvikmyndatakan og klippingin er hreinn snilld sem og sviðsmyndin sem er ein sú flottasta sem ég hef séð. Það er hópur flottra leikara sem fara með hlutverkin í myndinni og standa þeir sig allir snilldar vel. Saving Private Ryan er ekki bara vel gerð heldur einnig hrífandi og gefur fólki tækifæri á að kynnast því hvernig stíðið var og hvað þessir ungu menn þurftu að fara í gegnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Saving Private Ryan er ógleymanlegt meistaraverk eftir snillinginn Steven Spielberg sem hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína í myndinni. Myndin hefst á Omaha ströndinni í Normandí í Frakklandi D-daginn,6.júní 1944 í seinni heimstyrjiöldini, þar sem um 2400 bandarískir hermenn og 1200 þýskir hermenn féllu. Árásin sem er í byrjun myndarinnar er svakalega vel gerð og það sem mér er minnistæðast úr því atriði er þegar bandarískur hermaður heldur á hendi sinni eftir að hafa misst hann í sprengingu. Svo heldur myndin áfram og er hún sögð frá sjónarhólli lítillar hersveitar sem er send til að bjarga óbreytum James Ryan en bræður hans höfðu fallið í stríðinu og fannst stjórnvöldum í Bandaríkjunum endilega að hann ætti að vera sendur heim svo móðir hans myndi ekki missa alla syni sína í stríðinu. Kaptein John Miller fær það hlutverk að leiða sveit hermanna inn fyrir víglínuna til að bjarga Ryan. Allt í sambandi við þessa mynd er í hæsta gæðaflokki og er leikurinn í myndini frábær. Tom Hanks fer á kostum sem Kaptein John Miller og er synd að skildi ekki hljóta óskarinn fyrir myndina því svo frábær er hann. Matt Damon er líka góður sem Ryan sem og aðrir leikarar í myndini. Tæknibrellunar í myndini eru gargandi snilld og er það skrítið að þær skildu ekki hljóta óskarinn. Saving Private Ryan hlaut fimm óskarsverðlaun og var það fyrir leikstjóri ársinns(Steven Spielberg), kvikmyndataka, klipping,hljóð og hljóklipping og hefði myndin alveg átt skylið að vinna fleiri óskara ens og besta myndin en hlaut hún Golden Globe-verðlaunin sem besta myndin í flokki drama mynda í sárabætur. Saving Private Ryan er trúlega einn besta stríðsmynd sem gerð hefur verið og verða allir kvikmynda áhugamenn að sjá hana. Takk fyrir mig.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Steven Spielberg hefur gert margar góðar myndir en þetta er

ein af bestu myndum hans að mínu mati,og ég hef aldrei verið mikið fyrir stríðsmyndir hún er vel leikin og vel gerð í næstum

alla staði , en mér fannst hún vera aðeins of löng en samt var hún ekki svo langdreginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.03.2020

Ómissandi „'90s“ myndir: „Besti áratugurinn og það af ýmsum ástæðum“

„Lengi getur vont versnað, eða þannig. Áfram þrammar veiruskömmin og hefur áhrif á líf okkar... Þetta eru fordæmalausir tímar og þá má maður aðeins missa sig.“ Þetta segir í grein Sæunnar Tamar ...

21.02.2018

Spielberg á Írlandi að gera hrollvekju

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg dvelur nú á Wicklow á Írlandi til að taka upp nýjustu kvikmynd sína, hrollvekjuna The Turning. Þetta kemur fram í írska blaðinu The Independent, en fyrirtæki Spielberg, Amblin...

15.08.2016

Nýtt í bíó - Sausage Party

Teiknimyndin Sausage Party, sem er stranglega bönnuð börnum, verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Maturinn í stórmarkaðnum þráir ekkert heitar en...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn