Three to Tango (1999)Öllum leyfð
Frumsýnd: 19. maí 2000
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk
Leikstjórn: Damon Santostefano
Skoða mynd á imdb 6.1/10 16,445 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
All's fair in the war of love.
Söguþráður
Oscar Novak er metnaðarfullur ungur arkitekt á uppleið. Hann og félagi hans Peter Steinberg eru nýbúnir að landa stóru verkefni; að búa til tillögu að hönnun að nýju margmilljóna dollara menningarmiðstöð í Chicago fyrir viðskiptajöfurinn Charles Newman. Til að fá meiri athygli þá hefur Newman fengið erkióvini þeirra félaga, og fyrrum viðskiptafélaga, hina griðarlega vinsælu Decker og Strauss, til að keppa um verkefnið á móti þeim. Charles er ánægður með hvað Oscar leggur mikið kapp í verkefnið, og ákveður að biðja hann um eitt aukaverkefni; að njósna um hjákonu sína Amy, konu sem Charles er jafn annt um og fjárfestingar sínar. Eftirlit Oscar gengur ekki sem allra best, en hann verður fljótt hrifinn af Amy, sem er falleg en þrjósk listakona, sem hrífst af honum á móti. Honum til skapraunar, þá er Oscar hugsanlega búinn að finna draumastúlkuna, en draumurinn verður skammvinnur, þegar hann áttar sig á því að hinn afbrýðisami Charles hefur úthlutað honum verkefninu af því að hann hélt að hann væri samkynhneigður. Vonleysi hans vex enn þegar hann áttar sig á að Amy heldur líka að hann sé hommi. Vinir hans, fjölskylda og jafnvel ókunnugt fólk úti á götu heldur nú að hann sé hommi. En hinn gagnkynhneigði Oscar er nú orðinn frægasti samkynhneigði maðurinn í Chicago, og líf hans er allt farið í rugl. Þegar hann fær viðurkenningu sem hommi ársins í viðskiptalífinu, þá verður Oscar að ákveða hvort hann ætli að halda blekkingarleiknum áfram og tryggja sér stærsta verkefni lífs síns og góða vináttu við stúlkuna sem hann elskar, eða á hann að taka afleiðingunum og koma út úr skápnum og segja heiminum að hann sé í raun, gagnkynhneigður?
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 28% - Almenningur: 48%
Svipaðar myndir