Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Ravenous 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Survival is the only option.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Liðsforinginn John Boyd er hækkaður í tign eftir að hafa sigrað í bardaga í mexíkó-ameríska stríðinu, en af því að hershöfðinginn áttar sig á að í raun var það gjörð sem var mörkuð af hugleysi, sem í raun færði honum sigurinn, þá er hann gerður að foringja í Fort Spencer, þriðji valdamestur, en útnefninginn er umdeild. Aðrir í virkinu eru... Lesa meira

Liðsforinginn John Boyd er hækkaður í tign eftir að hafa sigrað í bardaga í mexíkó-ameríska stríðinu, en af því að hershöfðinginn áttar sig á að í raun var það gjörð sem var mörkuð af hugleysi, sem í raun færði honum sigurinn, þá er hann gerður að foringja í Fort Spencer, þriðji valdamestur, en útnefninginn er umdeild. Aðrir í virkinu eru tveir indjánar, George og systir hans Martha, Chaplain Toffler, hermaðurinn Reich, Cleaves, matreiðslumaður sem er alltaf dópaður, og Knox, sem er alltaf fullur. Þegar ókunnugur maður frá Skotlandi að nafni Colquhoun, birtist, og jafnar sig eftir kal, nær samstundis eftir að hann baðar sig, þá segir hann söguna um yfirmann sinn, Ives, sem át sína eigin undirmenn til að lifa af. Herflokkurinn verður nú að fara upp í hellinn þar sem þetta gerðist til að sjá hvort að einhverjir hafi lifað af. Aðeins Martha, Knox, og Cleaves verða eftir í virkinu. George varar við því að fyrst að Colquhoun borði mannakjöt þá hjóti hann að vera Windigo, gráðug mannæta.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Það er ekki oft sem maður sér góðar splattermyndir og þess vegna er Ravenous einstök mynd. Myndin gerist á afskekktri herstöð í fjöllum Kaliforníu þar sem nokkrir hermenn dvelja. Ókunnur maður ráfar til þeirra kvöld eitt og segir þeim frekar ógeðfellda sögu sína og lýkur henni með því að segja að einhverstaðar í fjöllunum er brjáluð mannæta ásamt saklausri konu. Hermennirnir láta ekki segja sér það tvisvar og fara strax af stað til að bjarga bjargarlausri konunni, óafvitandi að saga mannsins var ekki alveg sönn og að þeir eru í meiri hættu en þeir geta gert sér grein fyrir. Ein af ástæðunum fyrir fáum góðum splattermyndum er sú að erfitt er að semja góða sögu innan um blóðsúthellingarnar, en þar sem flestar góðar splattermyndir innihalda sem minnstan söguþráð (Braindead, Demons, Dario Argento myndirnar) er góð splattermynd svolítil paradoxa og er raunverulega ekki hægt að flokka Ravenous sem slíka (þ.e. splattermynd). Það er mikið af blóði, mannáti og öðrum óhugnaði í henni, en þessir hlutir eru ekki alltaf á skjánum og fær sagan að njóta sín þegar hún þarf þess. Antonia Bird hefur hér fengið frekar B-myndalegt handrit sem hefði ekki komið neinum á óvart, en með svörtum húmor sínum og skemmtilega listrænu framlagi gerir hún Ravenous að algjörri sérstæðu sem á eftir að lifa góðu lífi hjá hrollvekjuunnendum í framtíðinni. Leikararnir standa sig með ágætum en það er hinn óendanlega skemmtilegi leikari Jeffrey Jones sem færir myndina á hærra plan. Með öðrum leikara hefði persóna hans verið heimskuleg og leiðinleg en það er svo gaman að horfa á Jones og hann er svo skemmtilegur að persónan (og stór handritsgalli, að mínu mati, sem fylgir henni) verður réttlætanleg. Ravenous er skemmtileg, ógeðsleg og spennandi. Ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.10.2016

Nýtt á Netflix í nóvember - The Crown, Adam Sandler og margt fleira

Kvikmyndir.is heldur úti yfirliti yfir allt það nýjasta sem er á leiðinni á Netflix í hverjum mánuði. Nú í nóvember er von á fjölda áhugaverðra titla, bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Við byrjum á bandaríska...

26.10.2013

Hrollvekjuleikstjóri látinn

Breski leikstjórinn Antonia Bird, sem leikstýrði mannætuhrollvekjunni Ravenous frá árinu 1999, lést á fimmtudaginn í Lundúnum eftir veikindi. Hún var 54 ára gömul. Aðrar þekktar myndir leikstjórans eru Priest, Mad Love o...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn