Náðu í appið
Öllum leyfð

Drive Me Crazy 1999

Justwatch

Frumsýnd: 7. janúar 2000

They were best friends. Then they fought. Then they faked. Then they fell.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Nicole Maris er vinsæl og huggulega klædd miðskólamær í Utah, en líf hennar fer á hvolf þegar draumaprinsinn, Brad, verður hrifinn af sætri klappstýru úr öðrum skóla mánuði fyrir lokaballið. Eftir að hún er búin að ná sér af áfallinu, þá finnur Nicole lausn á málinu: finna strák sem á að þykjast vera með henni, og fara með henni á ballið til... Lesa meira

Nicole Maris er vinsæl og huggulega klædd miðskólamær í Utah, en líf hennar fer á hvolf þegar draumaprinsinn, Brad, verður hrifinn af sætri klappstýru úr öðrum skóla mánuði fyrir lokaballið. Eftir að hún er búin að ná sér af áfallinu, þá finnur Nicole lausn á málinu: finna strák sem á að þykjast vera með henni, og fara með henni á ballið til að gera Brad afbrýðisaman. Nicole fær nágranna sinn til verksins, en það er prakkarinn og vandræðagemsinn Chase Hammond, en hún reynir að breyta honum í það form sem hún vill að hann sé í, en hann er á sama tíma að reyna að gera stelpuna sem hann er hrifinn af , afbrýðisama líka. En þau Nicole og Chase eiga ekki von á því sem þetta allt hefur í för með sér fyrir þau tvö. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis háskólamynd með meðal leikurum. Reyndar er tónlistin í myndinni afspyrnu léleg en það vantar mikið uppá til þess að hún nái American Pie sem var pjúra snilld. Engin minnistæð atriði, Drive Me Crazy er frekar slöpp en slefar þó tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ein fyndnasta og skemmtilegasta "gelgjumyndin" sem ég hef séð. Hún er með góðum leikurum s.s. Melissu Joan Hart og Adrien Grenier. Ég gef henni 4 stjörnur vegna þess hve fyndin og skemmtileg hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir afspyrnu lélegt auglýsingaplakkat reyndist þetta vera hress og skemmtileg unglingamynd sem fjallar um ástarmál og flækjur í lífi nokkra menntaskólakrakka. Aðalpersónurnar eru strákur og stelpa sem eru nágrannar og voru æskuvinir þangað til skólafélagslífið stíaði þeim í sundur og þau fundu sér samastað í ólíkum félagshópum. Þannig vill til að þau lenda bæði í vandræðum með ástarlífið á sama tíma og gera með sér samkomulag um að þykjast vera par til þess að gera ákveðnar manneskjur afbrýðisamar. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að giska á hvert þetta leiðir allt saman en leiðin sem liggur þangað er skemmtileg og oft á tíðum skondin. Þó að beinagrindin af söguþræðinum sé í raun mjög lík öðrum unglingamyndum sem nýlega hafa verið gerðar svo sem She's All That og 10 Things I Hate About You þá fannst mér þessi mynd alls ekki vera endurtekning. Engin stór nöfn er að finna meðal aðalleikara en flestir sleppa samt vel frá sínu. Fyrir fólk eins og mig sem hefur lúmskt gaman af unglingamyndum ætti þessi ekki að valda vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn