Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Double Jeopardy 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. janúar 2000

Murder isn't always a crime.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Lybbi Parsons er hamingjusamlega gift Nick og á dásamlegan son, Matty. Dag einn, þegar þau ætla að eyða nóttinni úti á bátnum sínum, þá vaknar Lybby og sér að Nick er horfinn og það er blóð um allan bátinn og blóðugur hnífur í bátnum. Þegar rannsóknin hefst, þá kemur í ljós að Nick var í fjárkröggum og var með tveggja milljóna dala líftryggingu.... Lesa meira

Lybbi Parsons er hamingjusamlega gift Nick og á dásamlegan son, Matty. Dag einn, þegar þau ætla að eyða nóttinni úti á bátnum sínum, þá vaknar Lybby og sér að Nick er horfinn og það er blóð um allan bátinn og blóðugur hnífur í bátnum. Þegar rannsóknin hefst, þá kemur í ljós að Nick var í fjárkröggum og var með tveggja milljóna dala líftryggingu. Þó að Libby segist ekki vita neitt um málið, þá er hún sakfelld fyrir morðið og send í fangelsi. Hún treystir vinkonu sinni Angelu fyrir Matty, og í einu af símtölunum við Matty kemst hún að því að Nick er enn á lífi. Hún áttar sig einnig á því að fyrst að nú þegar er búið að sakfella hana fyrir morðið, þá gæti hún drepið hann og ekki verið kærð fyrir það. Eftir sjö ára fangavist eru henni sleppt út á skilorði, og sett í umsjá Travis, sem er skilorðsfulltrúinn hennar. Þegar hún ætlar að sækja Matty, þá þarf hún að brjóta nokkrar lagareglu, þar á meðal hömlur vegna skilorðsins. Travis vill tilkynna um brotin, en henni tekst að flýja en Travis fylgir fast á hæla hennar. ... minna

Aðalleikarar

Ashley Judd

Libby Parsons

Robert Wise

Travis Lehman

Tommy Lee Jones

Travis Lehman

Tommy Lee Jones

Travis Lehman

Josh Flitter

Nick Parsons

Annabeth Gish

Angie Green

Benjamin Weir

Matty Parsons, Age 4

Jay Brazeau

Bobby Long

Roma Maffia

Margaret Skolowski

Gillian Barber

Rebecca Tingely

Xiao Yang

Bartender at Party

Ed Evanko

Warren

Brennan Elliott

Yuppie Man

Tom McBeath

Coast Guard Officer

Betsy Brantley

Prosecutor

Sara Risher

Georgia

Daniel Lapaine

Handsome Internet Expert

Spencer Treat Clark

Matty Parsons, Age 11

Leikstjórn

Handrit


Þokkaleg mynd. Asley judd leikur konuna Libby sem er gift einhverjum hrotta sem byrjaði á því að líftryggja sig og sviðsetja sitt eigið morð. Hann byrjar með bestu vinkonu Libbyar, tryggja hana, sprenja hana í tætlur og gengur alltaf undir nýju nafni við og við. Minnisstætt atriði var þegar Nick Parsons (hrottinn) rotaði Libbyu og læsir hana í líkkistu. Fín spenna og góður söguþráður. Enginn ástæða til að banna hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ung kona er sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn og hlýtur þungan fangelsisdóm þrátt fyrir að hún haldi allan tímann fram sakleysi sínu og ekkert lík finnist. Brátt fer henni að gruna að eiginmaðurinn sé enn á lífi og reynir að komast út úr fangelsinu eins fljótt og auðið er til að leita hefnda og hafa aftur upp á barni sínu. Ósköp fyrirsjáanleg og hefðbundin spennumynd en Ashley Judd og Tommy Lee Jones bjarga gloppóttu handritinu fyrir horn með úrvals leik.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin "Double Jeopardy" er ein af vinsælustu myndum ársins 1999, en hún halaði inn meira en 116 milljónir dollara þegar hún var sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum. Hér er um að ræða dúndurgóða spennumynd sem er leikstýrð af meistaraleikstjóranum Bruce Beresford (gerði óskarsverðlaunamyndina "Driving Miss Daisy") og í aðalhlutverkum eru óskarsverðlaunaleikarinn Tommy Lee Jones (The Fugitive) og Ashley Judd (Kiss the Girls). Libby Parson (Judd) veit ekki betur en að hún sé í hamingjuríku hjónabandi með eiginmanni sínum Nick (Brucee Greenwood) en þau eiga einn son saman. Dag einn umturnast veröld hennar þegar hún er handtekin, grunuð um að hafa myrt Nick með hrottalegum hætti. Öll sönnunargögn benda til sektar hennar og svo fer að hún er dæmd í fangelsi fyrir morð sem hún framdi ekki. Sex ár líða og að því kemur að Libby er látin laus á ströngu skilorði. Í huga hennar kemst þó fátt annað að en að finna Nick, enda er hún sannfærð um að hann hafi sviðsett dauða sinn á sínum tíma og hún er staðráðin í að endurheimta son sinn úr höndum hans. Vandamálið er að hún getur sig hvergi hreyft nema brjóta skilorðið og eiga það á hættu að þurfa að afplána restina af dóminum sem hún hlaut. Sá sem á að hafa eftirlit með Libby, skilorðsfulltrúinn Travis Lehman (Jones), er ekki par hrifinn af áformum hennar og ekki eykst sú hrifning þegar hún ákveður að fara sínu fram og stingur af úr bænum. Þar með er hafinn æsilegur eltingarleikur þar sem Libby er í raun bæði í hlutverki kattarins og músarinnar, annars vegar staðráðin í að hafa uppi á Nick og komast að því út af hverju hann gerði það sem hann gerði og hins vegar með hinn ákveðna og óþreytandi Travis Lehman á hælunum! Ágæt spennumynd sem stendur og fellur með traustu handriti og góðum leik þeirra Ashley Judd og Tommy Lee Jones, en þau fara hér hreinlega á kostum. Ég get því ekki annað en að mæla eindregið með "Double Jeopardy" og hvet alla að drífa sig á næstu leigu til að kynna sér hana og sjá hana!! Góð mynd með afar óvæntum endi. Ekki missa af þessum hörkugóða spennutrylli
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórgóð kvikmynd þar sem Ashley Judd og Tommy Lee Jones fara með aðalhlutverkin. Ashley leikur Libby Parsons sem er telur sig lifa í hamingjusömu hjónabandi, en það á eftir að breytast fljótt. Eiginmaðurinn hennar Nick sem leikinn er af Bruce Greenwood sviðsetur sitt eigið morð og kemur henni á bak við lás og slá og sleppur með sína eigin líftryggingu. Síðar kemst hún að því hvað hefur gerst og þegar hún losnar út reynir hún að hafa upp á honum til að ná hefndum þar sem ekki er hægt að dæma hana fyrir morð í annað skiptið. Frumleg, spennandi og alls ekki lík the Fugitive - Óvæntur endir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.07.2016

Nýtt á Netflix í júní

Nýjar kvikmyndir í júní 2016 7 Anos de Matrimonio (2013) 7 Chinese Brothers (2015) A Country Called Home (2015) A Fish Story (2013) A Walk to Remember (2002) Alien Autopsy: Fact or Fiction (2006) All Hail King J...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn