Náðu í appið

Tin Men 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The American Dream Changes. The People Who Sell It Don't.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Ernest Tilley og Bill "BB" Babowsky eru "Tin - Menn", menn sem ganga í hús og selja vöru sína, í Baltimore árið 1963. Þeir vinna fyrir sitthvort fyrirtækið, og þeir eru tilbúnir að gera nánast allt til að ná að selja, hvort sem það er löglegt eða ekki. Þeir hittast fyrst eftir að BB kaupir nýjan Cadillac bíl, til að viðhalda þeirri ímynd að hann njóti... Lesa meira

Ernest Tilley og Bill "BB" Babowsky eru "Tin - Menn", menn sem ganga í hús og selja vöru sína, í Baltimore árið 1963. Þeir vinna fyrir sitthvort fyrirtækið, og þeir eru tilbúnir að gera nánast allt til að ná að selja, hvort sem það er löglegt eða ekki. Þeir hittast fyrst eftir að BB kaupir nýjan Cadillac bíl, til að viðhalda þeirri ímynd að hann njóti velgengni. Nánast um leið og hann er byrjaður að keyra bílinn keyrir hann á annan Cadillac, sem Tilley keyrir ( allir tin menn aka um á Cadillac bifreiðum. Ekki er ljóst hverjum áreksturinn að kenna. BB kemur út á götuna út um bílskúrshurð á bílasölunni, í afturábak gír og ekur mjög hægt, á meðan Tilley var pínu utan við sig, en hann var samt í rétti. Mennirnir heita því samt þarna að gera hvað sem er til að ná sér niðri á hvorum öðrum. Eftir að þeir eru búnir að brjóta gluggana á bílum hvors annars, þá gengur BB skrefi lengra. Hann tælir eiginkonu Tilley til að hefna sín. Það sem hann veit ekki er að Tilley langar að skilja við eiginkonuna hvort sem er. Mennirnir eru orðnir langþreyttir á stríðinu sem ríkir á milli þeirra, og ákveða að spila púl upp á hver á að fá konuna. BB tapar, en hann ákveður að heiðra ekki samkomulagið. Hann er orðinn skotinn í konu Tilleys. Nýlega stofnuð nefnd, Maryland Home Improvement Commission, sem berst gegn spillingu í sölubransanum hirðir leyfin af báðum mönnunum. Nú sættast mennirnir og byrja að skiptast á hugmyndum að nýju fyrirtæki sem þeir ætla að stofna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.04.2019

Rushmore leikari látinn

Hinn afkastamikli leikari Seymour Cassel, sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Faces, og lék í myndum Wes Anderson, eins og til dæmis Rushmore, lést nú á sunnudaginn í Los Angeles úr Alzheimer sjú...

06.02.2018

Faðir Frasier látinn

John Mahoney, leikarinn sem var best þekktur fyrir hlutverk sitt sem faðir útvarpssálfræðingsins Frasier Crane í gamanþáttaröðinni Frasier, er látinn, 77 ára að aldri. En þó að flestir þekki leikarann úr Frasier, þá var það ekki e...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn