Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

South Park: Bigger Longer 1999

Justwatch

Frumsýnd: 22. október 1999

Uh oh.

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Þegar Stan býður Kyle, bróður Kyle, Ike, Cartman og Kenny á bannaða mynd þar sem tveir uppáhalds gamanleikarar þeirra fara með aðalhlutverk, Terrance og Philip, þá kenna strákarnir vinum sínum blótsyrðin sem þeir lærðu af myndinni. Eftir að hafa verið sendir á skrifstofu ráðgjafa í skólanum, þá er móðir Kyle, Sheila, stórhneyksluð á bíómyndinni,... Lesa meira

Þegar Stan býður Kyle, bróður Kyle, Ike, Cartman og Kenny á bannaða mynd þar sem tveir uppáhalds gamanleikarar þeirra fara með aðalhlutverk, Terrance og Philip, þá kenna strákarnir vinum sínum blótsyrðin sem þeir lærðu af myndinni. Eftir að hafa verið sendir á skrifstofu ráðgjafa í skólanum, þá er móðir Kyle, Sheila, stórhneyksluð á bíómyndinni, og stofnar hóp sem er á móti Kanada. Kanada á nú í stríði við Bandaríkin, eftir áralanga mismunun. Terrance og Philip eru handteknir og þeir dæmdir til dauða, og nú þurfa strákarnir að bjarga Kanadamönnunum tveimur til að koma í veg fyrir að Satan og Sadam Hussan nái yfirráðum yfir öllum heiminum. ... minna

Aðalleikarar


Ég er ekki einn af þessum South park elskurum en mér fannst þessi mynd alltílæ. Þó að ég fíli svona húmor þá finnst mér South park hafa hálf formúlukenndan stíl og þættirnir náðu aldrei til mín. En South park kvikmyndin er svona þokkaleg og býður upp á örlitla skemmtun öðru hvoru en langstærsti galli hennar eru söngatriðin sem eru alveg hreint hræðileg og draga myndina þó nokkuð niður. Sérstaklega er það slæmt því að söngatriðin eru of mörg og spila þ.a.l. stóran þátt. Svo virðist sem að höfundunum hafi skort meira hugmyndaflug og ákveðið að fylla upp í nógu langan sýningartíma með að láta persónurnar syngja þessa þreytandi músík. Ég gat hlegið að þessari mynd stundum en annars býður húmorinn ekki upp á neitt nýtt. Þokkaleg mynd samt svona í heild og eiginlega of ærslafull og steikt til að kalla hana vonda. Tvær stjörnur segi ég fyrir umgjörðina og að stefna út í fjörug endalok. Ekkert mjög spes teiknikvikmynd en áhorfsins verð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldarmynd. Þó að hún nái ekki að toppa sjálfa þættina, er hún samt virkilega góð skemmtun fyrir alla sem að eru fyrir svona grófan húmor sem einkenna þessa snilldarþætti. Mæli með ykkur að sjá hana sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er hægt að finnast hún leiðinleg, ég bara spyr? þessir höfundar eru snillingar, þættirnir voru snilld og núna er myndin snilld. verð eiginlega að segja samt að persónurnar hefðu getað verið betur teiknaðar, en það er bara þeirra stíll og ég verð bara að sætta mig við það. annars eru það lögin sem mér finnst skemmtilegust. BLAME CANADA, BLAME CANADA lagið olli 10 mínútna hláturskasti hjá okkur vinunum, við urðum að setja á pásu. 3 & hálf stjarna, því teikningarnar gætu verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg teiknimynd með mörgu fyndnu og á hún líka metið í mesta blótsyrði. Það er greinilegt að það var verðlaun sem þeir sóttust eftir blótsyrðisverðlaun!. Myndir fjallar um fjóra stráka Cartman/Stan/Kyle og Kenny sem fóru á bíómynd sem þeir smygluðu sér inn á því hún var bönnuð. Myndinn hafði slæm áhrif á strákana þeir fóru að blóta svo um munnar. Mæður þeirra komast að þessu og verða reiðar. Svo smygæla þeir sér aftur á myndinn þegar allir halda að þeir séu hættir þessu. Þeir kveikja í sér í myndinni og Kenny seigist geta gert hið sama alveg eins en þá deyr hann og fer til bíb eg himins. Þá brjálast mæðurnar og higjast drep gaurana í myndini þá verður stríð milli landa og strákarnir vilja stöðva aftökuna. Því annars munu Saddam Hussein og Satan ná völdum klikkað!.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja það að þetta er frekar góð teikni mynd sem á nú met í því að vera með mest blótið. Hérna er verið að ræða um hina heimsfrægu þætti South Park sem hafa verið að gera það gott uppá síðkastið. Eftir að framleiðendurnir léku saman í hinni fyndni mynd Baseketball sem er blanda af körfubolta og hafnarbolta þá hafa þeir að snú blaðinnu við hafa ákveðið því að leika saman í teinkimynd, ekki teiknimydnaþættir eins og þeir gerðu. Og veistu hvað? Þessi mynd heppnaðist frekar mjög vel og verð ég að segja það að south park er örugglega ein besta teiknimynda þáttaraðir sem til hafa verið á þessari jörð(Family Guy og Simpsons eru líka frábærlega skemmtilegar). Þarf maður að segja hvað þetta er um... OK.... ég skal reyna. Myndinn fjallar um drengina sem allir ættu að þekkja Eric Cartman, sem er aðalgaurinn og er feitur. Kyle, hann er strákur og kemur minnst við söguna af þessum fjórum. Stan, hinn gyðinga strákur sem á bróður sem heitir Ike(alveg fáranlegur teiknaður gaur. Munnurinn hans hreyfist upp og niður þegar hann ætlar að tala) og ruglaða mömmu og er skotinn í eina stelpu(þetta á eftir að koma mikið við sögu). Og svo er hinn langfrægasti drengurinn sem ber nafnið Kenny. Hann er langfrægastur útaf því að hann deyr alltaf. Myndinn er um að þeir ætla á mynd sem eru með Terrance og Phil bíómynd og myndinn er bönnuð börnum(T & P er svona grín með kúk, fuck you og svona). Næsta dag í skólanum þegar allir hafa séð þessa mynd þá byrja allir að rífa kjaft. Kennarinn hringir í foreldrana og mamma Stans hefur ákveðið að taka þessa menn til fanga og ætla að berjast gegn Kanada til að ná í þá. Allt verður vitlaust og kemur Satan og Saddam Hussein líka við í myndinni. Drengirnir reyna bjarga þeim félugum og hvernig endar það vesen. Þetta er skemmtileg mynd þar sem grín er. Alveg fáranlegt hvernig þeir geta hatað Kanada svona mikið. Myndinn er sögð vera með 500 dónaleg orð, eða jafnvel meira! South Park á bara að vera fyndinn ekkert annað. Góða skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn