Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Who Am I? 1998

(Wo shi shei)

Frumsýnd: 21. maí 1999

Fight now. Ask questions later.

120 MÍNEnska

Þetta byrjaði allt þegar hópur málaliða rændi þremur vísindamönnum sem voru að rannsaka kraftmikla loftsteinabúta. Sendiferðin bar árangur - þar til einn af yfirmönnum þeirra svíkur þá. Málaliðarnir látast síðan allir í þyrluslysi, allir nema einn sem dettur úr þyrlunni. Eftir þetta þá bjarga innfæddir indjánar málaliðanum ( Jackie Chan ) og spyrja... Lesa meira

Þetta byrjaði allt þegar hópur málaliða rændi þremur vísindamönnum sem voru að rannsaka kraftmikla loftsteinabúta. Sendiferðin bar árangur - þar til einn af yfirmönnum þeirra svíkur þá. Málaliðarnir látast síðan allir í þyrluslysi, allir nema einn sem dettur úr þyrlunni. Eftir þetta þá bjarga innfæddir indjánar málaliðanum ( Jackie Chan ) og spyrja hvað hann heiti. Jackie hefur því miður misst minnið og gleymt hvað hann heitir og kallar “Who Am!” og þar með halda innfæddir að hann heiti það. Hann byrjar svo að læra inn á menningu þeirra og siði, sem og tungumál. Síðar byrjar minnið að koma aftur og hann man eftir þyrluslysinu og hvað gerðist fyrir það, og hann ákveður að fara frá þjóðflokknum og leita að sjálfum sér ... ... minna

Aðalleikarar


Jackie Chan hefur marg sannað sig sem mikil bardagastjarna í myndum eins og Police Story 1 ,2 ,3 (Super Cop) 4 (First Strike) en nú er komið mjög sjálfstætt framhald af Police myndunum en það er WHO AM I. Myndin fjallar um Jackie Chan hermann sem er sendur í leynilega aðgerð til að stela loftsteinsbroti sem fundinn var í námu í Afríku. Hann er svikinn og lendir í þyrluslysi sem kostar hann minnið og dvelur hann án þess að muna neitt hjá Afrískum þjóðflokki , þangað til minnið fer að koma aftur. Hann kemur svo öllum bak við lás og slá í endann , en leikurinn berst til Hollands nánar tiltekið til Amsterdam þar sem ógleymanlegt lokaatriði er tekið upp á þaki á háhýsi þar sem Jackie berst við Tae kwon do og Kung Fu bardagamenn í mögnuðu atriði. Jackie sýnir hér eins og oft áður að hann ber ekki fram í leik en hinsvegar er hann frábær í Kung Fu. Mæli hiklaust með henni og öðrum Jackie Chan myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú ert hrifinn af mynd þar 90% myndarinnar er barist þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum með þessa.

söguþráðurinn er einfaldur og maður veit alltaf hvað er að fara að gerast,en þetta er samt ágætis afþreying.

Þegar myndin er búinn skaltu ekki slökva strax vegna þess það koma misheppnuð atriði eftir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jackie Chan leikur Jackie Chan sem er sérdeildarmaður í leiniþjónustu sem tekur að sér að stela mjög verðmætum steini sem hefur ótrúlega krafta inni í sér. En þeir eru sviknir og allir deyja nema Jackie að sjálfsögðu, sem missir minnið. Hann verður nú að komast að því hver hann er og koma steininum aftur undir réttar hendur svo að hann valdi ekki óbætanlegum skaða fyrir mannkynið. Þeir sem hafa séð Jackie Chan myndir vita að söguþráðurinn er bara bull enda viðurkennir Jackie það sjálfur. En þeir ættu einnig að vita að myndir hans eru nær alltaf bráðskemmtilegar og með hreint ótrúlegum bardagaatriðum. Þessi er engin undantekning. Myndin er mjög fyndin líka sem sýnir að Jackie Chan er ekki bara frábær bardagamaður heldur einnig hinn fínasti gamanleikari og sumar senurnar í þessari mynd eru bókstaflega drepfyndnar. Maður þarf að bíða dálítið eftir að slagsmálaatriðin byrji en þau eru vægast sagt mögnuð og sennilega ein af þeim bestu sem Jackie hefur gert á ferlinum. Maðurinn er hreint og beint ótrúlegur sé tekið tillit til þess að hann er orðinn 45 ára. Who Am I? er hin besta skemmtun og mæli ég með henni fyrir alla þá sem vilja sjá eitthvað létt og flott í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.02.2011

Hundraðasta mynd Jackie Chan

Það eru ekki margir leikarar sem sagst eiga hundrað myndir að baki, en Jackie Chan verður brátt hluti af þeim hóp. Næsta mynd slagsmálameistarans er einmitt sú hundruðasta í röðinni hjá kappanum. Jackie Chan lék í sinni fy...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn