Náðu í appið
18
Bönnuð innan 12 ára

The Mummy 1999

Frumsýnd: 9. júlí 1999

The sands will rise. The heavens will part. The power will be unleashed.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Enskur bókasafnsfræðingur að nafni Evelyn Carnahan vill hefja fornleifauppgröft í hinni fornu borg Hamunaptra. Hún fær hjálp frá Rick O´Connell, eftir að hún bjargar lífi hans. Það sem Evely, bróðir hennar Jonathan og Rick vita ekki um, er að það er annar hópur landkönnuða sem hefur áhuga á því að grafa á sama stað. Til allrar óhamingju þá leysir... Lesa meira

Enskur bókasafnsfræðingur að nafni Evelyn Carnahan vill hefja fornleifauppgröft í hinni fornu borg Hamunaptra. Hún fær hjálp frá Rick O´Connell, eftir að hún bjargar lífi hans. Það sem Evely, bróðir hennar Jonathan og Rick vita ekki um, er að það er annar hópur landkönnuða sem hefur áhuga á því að grafa á sama stað. Til allrar óhamingju þá leysir hópurinn mikla bölvun úr læðingi, sem æðsti presturinn Imhotep lagði á. Núna vakna allar múmíurnar á svæðinu til lífsins, og það þarf meira en bara byssur til að senda þær aftur í gröfina.... minna

Aðalleikarar

Rachel Weisz

Evelyn Carnahan

John Hannah

Jonathan Carnahan

Oded Fehr

Ardeth Bay

Jonathan Hyde

Allen Chamberlain

Erick Avari

Terence Bey

Stephen Dunham

Isaac Henderson

Corey Johnson

David Daniels

Tuc Watkins

Bernard Burns

Omid Djalili

Gad Hassan

Bernard Fox

Winston Havlock

Leikstjórn

Handrit


Í hinu forna Egyptalandi heldur æðstipresturinn Imhotep (Arnold Vosloo) við konu Faraó. Þegar þau eru gripin er Imhotep dæmdur til þess að þola hryllilegan dauðdaga. Því er spáð að ef einhver raskar grafarró hans muni hann koma aftur sem ófreskja, taka yfir Jörðina og gera mannkynið að þrælum sínum. Nokkur þúsund árum síðar rekast sistkynin Evelyn (Rachel Weisz) og Jonathan (John Hannah) á kort sem vísar þeim til borgar hinna dauðu þar sem Imhotep hvílir. Evelyn hefur leitað að borginni allt sitt líf og með hjálp frá ævintýramanninum Rick O'Connel (Brendan Fraser) halda þau á þennan forboðna stað. Þessi mynd reynir að vera spennandi ævintýramynd í ætt við Indiana Jones-myndirnar en mistekst það fullkomlega. Versta við hana er hversu ótrúlega heimskuleg hún er á allan hátt. Mér hefði örugglega líkað við hana ef þetta hefði verið almennileg hryllingsmynd eða eitthvað svoleiðis en þeir hjá Hollywood þurftu að sjálfsögðu að pakka henni upp í sínar eigin lélegu umbúðir. Besti partur myndarinnar er fyrri hlutinn og tekst honum að byggja upp dálitla spennu. En eftir að múmían er komin til sögunnar fer myndin að verða sífellt asnalegri og asnalegri. Hefði Stephen Sommers (leikstjóri myndarinnar) ekki getað prófað að hafa smá samúð með múmíunni sem er auðveldlega hægt í þessu tilfelli. Í staðinn býr hann til úr henni hið versta illmenni sem er smá vonbrigði. Varðandi leik þá er hann allur í meðallaginu. Brendan Fraser er enginn Harrison Ford en kemst samt ágætlega frá sínu. The Mummy hefði getað verið góð ef að menn hefðu reynt að sýna smá frumleika en ekki eitthvað sem við höfum öll séð milljón sinnum áður og betur gert. Það eina sem er gott eru tæknibrellurnar. Leigið ykkur heldur Raiders of the Lost Ark.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Misheppnaður hrærigrautur af gamanmynd og hrollvekju sem er hvorki fyndinn né spennandi. Framleiðslukostnaður myndarinnar hefur augljóslega verið nokkur, en hann nær ekki að dylja andleysi höfunda hennar. Handritið er vont, hasaratriðin klisjukennd, persónusköpunin afleit og leikurinn í samræmi við það. Eina og hálfa stjarnan er veitt af miklum rausnarskap.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær húmor, vel leikin og í anda Indiana Jones. Ef þér þótti Indiana Jones góð sjáðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ólíkt ýmsum öðrum varð ég ekki fyrir vonbrigðum með þessa mynd enda er hún mjög góð. Ókei, kannski engin stjörnuleikur en leikararnir skiluðu sínu samt ágætlega og ásamt góðri sögu, frábærum tæknibrellum og fínum húmor verður The Mummy að fínni ævintýramynd með góðu hryllingsívafi. Flott 3 stjörnu skemmtun. Sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.02.2023

Sáu 72 kvikmyndir í bíó á einu ári - Topplisti

Guðjón Ingi Sigurðsson og Gabríel Daði Vignisson, Gabbi, fara oftar í bíó en meðalmaðurinn. Um hverja helgi fara þeir í svokallað „Sunnudagsbíó“. Undirbúningurinn hefst yfirleitt í miðri viku þegar sýningart...

24.10.2022

Black Adam með risahelgi hér og í USA

Rúmlega sex þúsund manns greiddu aðgangseyri á nýjustu kvikmynd Dwayne Johnson, Black Adam, nú um helgina sem skilaði henni á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin var frumsýnd á föstudaginn. Kóngurinn er r...

06.09.2021

Malignant og Smagen af Sult koma í bíó í vikunni

Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku, nánar til tekið á föstudaginn. Þær eru frekar ólíkar, en ótrúlega áhugaverðar hvor á sinn hátt. Malignant kemur úr smiðju James Wan ( Saw, Conjuring, Aquaman, Fast 7 ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn