Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Idle Hands 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. ágúst 1999

The comedy that gives horror films the backhand.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Hinn sautján ára gamli iðjuleysingi Anton Tobias, vaknar að morgni hrekkjavökunnar, og uppgötvar að báðir foreldrar hans hafa breyst í hauslausar hrekkjavökuskreytingar. Eftir að hafa talað við vini sína, sem eru álíka óábyrgir og hann, Mick og Pnub, þá uppgötvar hann að hægri hönd hans er komin með sjálfstæðan vilja og þyrstir í blóð, og ætlar... Lesa meira

Hinn sautján ára gamli iðjuleysingi Anton Tobias, vaknar að morgni hrekkjavökunnar, og uppgötvar að báðir foreldrar hans hafa breyst í hauslausar hrekkjavökuskreytingar. Eftir að hafa talað við vini sína, sem eru álíka óábyrgir og hann, Mick og Pnub, þá uppgötvar hann að hægri hönd hans er komin með sjálfstæðan vilja og þyrstir í blóð, og ætlar að valda miklum skaða og hörmungum, hvort sem honum líkar það betur eða verr.... minna

Aðalleikarar


Idle hands segir frá ungum manni(Devon Sawa) hvers hönd verður skyndilega andsetin og lætur kauða gegn vilja sínum myrða fólk. Þessi mynd var greinilega hugsuð sem grín hrollvekja en eitthvað hefur klúðrast þar því hún er lítið sem ekkert fyndin og ekki meira hrollvekjandi heldur en barnaefni ef ég má vera svo frakkur að segja. Idle hands er vægast sagt nokkuð leiðinleg og á ekki eftir að eldast neitt mjög vel. Andsetning handarinnar er ekki einu sinni útskýrð og slíkt veit sjaldan á gott. Ég ætla samt ekki að ganga svo langt að kalla myndina alslæma því hún hefur eitthvað til málsbótar. Til dæmis er leikurinn góður og Sawa er þar fremstur í flokki, leikur þarna bara mjög viðkunnalega persónu. Einnig eru Seth Green og Jessica Alba alveg ágæt. Lífleg umgjörð heldur manni við efnið en þrátt fyrir það líkar mér ekki þessi mynd, hún er bara sjúskuð og alveg á mörkunum við það að vera horfanleg en samt tekst henni það á einhvern hátt. Ég gef myndinni eina og hálfa stjörnu fyrir að vera vond en ekki alslæm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Idle Hands er ein af mínum uppáhalds grínhrollvekjum sem ég hef séð. Myndin er um dreng(Devon Sawa) sem að hefur ekkert til að lifa fyrir. Hengur heima, horfir á sjónvarpið og reykir sig skakka með félögum sínum(Seth Green og Elden Ratliff). Einn dag á Hrekkjavöku vaknar hann upp og veit ekkert hvar foreldrar hans eru. Þegar hann kemst svo að því að þeir voru drepnir, fær hann félaga sína yfir til að hjálpa sér með að finna morðingjann. Það sem hann á eftir að komast að, er óvæntara en hann sjálfur á von á. Þessi mynd er svo steikt að það er ekkert venjulegt. En samt er skemmtanagildi hennar og húmorinn í myndinni algjör snilld. Hún tekur sig ekki alvarlega og er það stór kostur fyrir mynd eins og þessa. Devon Sawa, Seth Green, Jessica Alba, Vivica A. Fox og Elden Ratliff eru mjög góð í hlutverkum sínum. Ef þið eruð fyrir svona myndir, mæli ég með því að þið sjáið hana. En ef ekki, sleppið henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, þetta er svona grín-hrollvekja á góðum kanti.Ef þú ert fjölskyldukall þá er þetta ÞÍN mynd. Ókei, þetta er ekki beinlínis fjölskyldumynd en þú getur horft á þetta með bróðir þínum og borðað snakk. Þetta er góð hrollvekja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki að því gert... mér finnst þessi mynd bara snilld. Djöfullinn (eða illur andi) leitar hýsils fyrir hönd sína -hann þarf að vera hámarks iðjuleysingi og sinnuleysingi. -Og djöfsi var svo heppinn að finna táningsdreng sem stóðst allar kröfurnar... Og hefst þá mikil sálfræðileg og hryllileg saga dengsa sem uppgötvar með látum að hver er sinnar gæfu smiður... Svo mikið kjaftæði... en bara svo skemmtilegt að horfa á það... Ég hló mjög mikið og það sást greinilega að leikararnir skemmtu sér konunglega í sínum skondnu hlutverkum. Prýðilegt handrit, tónlist og leikur. Ef þið hafið snefil af kaldhæðnum húmor kíkið þá endilega á Idle Hands -hún kemur manni allavega í gott skap á leiðinlegu rigningarkvöldi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Anton (Devon Sawa) er ofurlatur hasshaus sem hangir með hinum tveimur ofurlötu hasshausavinum sínum, Mick og Pnub (Seth Green og Elden Ratliff) reykir marijúana, glápir á sjónvarpið og lætur sig dreyma um stelpu að nafni Molly (Jessica Alba) í skólanum sem semur sína eigin lagatexta og keyrir um á vespu. Anton er svo sljór og latur að hann hefur ennþá ekki áttað sig á því að foreldrar hans eru dánir. Hafa þeir verið myrtir á hrottalegan hátt af hendi sem er andsetin af djöflinum og hefur í hyggju að setjast að í Anton og halda síðan áfram að myrða alla sem hún sér. Loksins þegar Anton fattar að foreldrar hans eru dánir er það einum of seint þar sem höndin er búin að taka sér bólfestu í honum (nánar tiltekið hans hægri hönd) og þeir fyrstu sem deyja eru þeir Mick og Pnub, vinir Antons (deyja þeir einnig á ansi hrottalegan hátt). En þeir snúa engu að síður aftur sem uppvakningar til þess að geta djammað áfram. Anton verður nú að finna ráð til þess að stöðva hendina og bjarga Molly sem er næsta fórnarlamb handarinnar. Það er ekki til ein einasta frumlega mínúta í þessari mynd. Morðhendi hefur verið gert ótal sinnum áður og hefur víst aldrei tekist vel upp. Fyrr en núna. Leikstjóri myndarinnar, Rodman Flender veit að þetta er hallærislegt kjaftæði og gerir hann þess vegna myndina hálfpartin að dellugamanmynd. Það var einmitt það sem átti að gera og tekst hún mjög vel upp aðallega sem sprenghlægileg gamanmynd og líka er hún allt í lagi sem afar blóðug hryllingsmynd. Handritið er svosem ekki upp á marga fiska en myndin er keyrð töluvert áfram svo að maður fyrirgefur henni t.d. nánast enga persónusköpun og meira i þeim dúr. Myndin er ein af þeim blóðugustu sem hafa komið í langan tíma, t.d. er hún mun blóðugri en Scream en það er allt gert í léttari kantinum svo að hún verður aldrei neitt sérstaklega hryllileg. Enda er hún aðallega ágætis gamanmynd. Devon Sawa sem leikur Anton er allt í lagi svo langt sem það nær en bestir eru þeir Seth Green og Elden Ratliff sem hálfvitarnir vinir hans. Jessica Alba er svaka skutla en óttalega litlaus. Í heildina litið er þetta hið prýðilegasta léttmeti og della og er fínt að skella sér á hana eftir erfiðan og kannski leiðinlegan dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

16.10.2020

10 ómissandi bíómyndir í hrekkjavökustíl

Það styttist óðum í hrekkjavöku, sem er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með aðstoð dægurmenningar. En hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökug...

10.09.2020

Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera

Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel ha...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn