Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Entrapment 1999

Justwatch

Frumsýnd: 4. júní 1999

The trap is set.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Eftir rán á mjög verðmætu listaverki sem var tryggt fyrri mjög hátt verð þá sannfærir fulltrúi hjá tryggingafélagi yfirmenn sína um að leyfa henni að koma sér í mjúkinn hjá rosknum meistaraþjófi. Þjófurinn tekur henni með miklum grunsemdum og krefst þess að hún gangist undir mikla þjálfun áður en þau vinna sitt fyrsta verkefni saman, sem er að... Lesa meira

Eftir rán á mjög verðmætu listaverki sem var tryggt fyrri mjög hátt verð þá sannfærir fulltrúi hjá tryggingafélagi yfirmenn sína um að leyfa henni að koma sér í mjúkinn hjá rosknum meistaraþjófi. Þjófurinn tekur henni með miklum grunsemdum og krefst þess að hún gangist undir mikla þjálfun áður en þau vinna sitt fyrsta verkefni saman, sem er að stela mjög verðmætri grímu úr chichi veislu. Smátt og smátt laðast þau meira og meira hvort að öðru, en þó ríkir vantraust þeirra á milli, og þetta hvorutveggja setur samstarf þeirra í hættu, en peningarnir sem eru í húfi ( átta milljarðar Bandaríkjadala ) gera allt saman þó mjög spennandi. En nú er að sjá, hver er að spila með hvern?... minna

Aðalleikarar


Catherene og Sean klikka ekki í þessari snilldar mynd frá Jon Amiel(The man who knew too litle).

Söguþráðurinn er góður, leikur er frábær en við hverju á maður að búast frá Sean og Catherene.

Sjáðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er mjög góð, Góðir leikarar og góð atriði í henni. Hún verskuldar þrjár og hálfa stjörnu. Hún er með þeim betri sem ég hef séð lengi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er um að ræða þrumuskemmtilega og æsispennandi mynd sem inniheldur fléttu sem kemur á óvart! Með aðalhlutverkin fara Sean Connery og Catherine Zeta-Jones, sem er óðum að verða ein eftirsóttasta leikkona heims, en leikstjóri er Jon Amiel sem gert hefur margar fínar myndir. Robert "Mac" MacDouglas "Connery" er þekktur meistaraþjófur, þótt enginn hafi enn getað staðið hann að verki og því síður komið honum á bak við lás og slá. Þegar ómetanlegu Rembrandt-málverki er stolið á snilldarlegan hátt í New York beinist grunur alríkislögreglunnar umsvifalaust að Mac. Forráðamenn tryggingafélagsins sem greiða þarf út tryggingu vegna málverksins eru einnig á því að Mac hafi hér verið að verki og ein af rannsóknarkonum þeirra í málum sem þessum, Virginia "Gin" Baker, tekst að sannfæra þá um að hún sé sú rétta til að fletta ofan á Mac og sanna á hann stuldinn. Það sem hún hyggst gera er að leggja útsmogna gildru fyrir Mac. Það kemur hins vegar í ljós að Mac er snjallari en Gin gerði ráð fyrir og ekki nóg með það heldur myndast fljótt á milli þeirra samband sem snýst upp í að þau ákveða að vinna saman að snjallri áætlun um að svíkja út milljónir dollara! Þar með er hafin hreint æsispennandi og stórskemmtileg atburðarás þar sem enginn veit hvaða hættur bíða handan hornsins og hver dagur gæti orðið sá síðasti sem þau Gin og Mac lifa. Vönduð og vel leikin mynd sem ég mæli eindregið með og gef ég henni þrjár og hálfa stjörnu, hiklaust
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar slöpp mynd, hæg og vantar alvöru spennu. Connery er orðinn alltof gamall í svona hlutverk. Ástarumleitanir hans í myndinni eru sérstaklega hjákátlegar og aumkunnarverðar. Jones er hinsvegar góð það geislar af henni. Hún reddar þessari stjörnu. Ég vona að í næstu myndum finni þeir betri hlutverk sem hæfa svona gömlum manni, hann gæti til dæmis leikið húsvörð eða eitthvað álíka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á sjöunda áratugnum var það How to Steal a Million en nú í lok þess tíunda er komið að How to Steal a Billion. Vel gerð spennumynd í anda gömlu stórþjófnaðamyndanna þegar lögbrjótarnir urðu hetjurnar og komust upp með nánast hvað sem er. Sean Connery stendur alltaf fyrir sínu og Catherine Zeta-Jones er jafn sæt sem fyrr. Helsti veikleiki myndarinnar er hins vegar á hversu skömmum tíma öll herlegheitin gerast auk ófrumlegs Hollywoodendis sem skemmir fyrir annars ágætu ‚plotti‘. Svo er það náttúrulega smekksatriði hversu viðeigandi eða sannfærandi ástarsamband Connerys og Zeta-Jones sé, en gamli maðurinn gæti vel verið afi hennar. Annað eins hefur svo sem gerst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn