Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mercury Rising 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. júlí 1998

The boy no one could reach. The code no one could crack. The agent no one could stop.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 37
/100
Bruce Willis fékk Razzie verðlaunin fyrir versta leik í aðalhlutverki, en strákurinn fékk Young Artist Award fyrir bestan leik ungs leikara í kvikmynd.

Fyrrverandi alríkislögreglumaður, sem var rekinn úr löggunni, er ráðinn til að vernda níu ára gamlan einhverfan dreng sem leigumorðingjar hundelta, eftir að hann leysti háleynilegan opinberan kóða. NSA stofnunin bandaríska hefur þróað óbrjótanlegan kóða sem hún kallar Mercury. Til að prófa kóðann sendir stofnunin út prófun í þrauta-tímariti,til... Lesa meira

Fyrrverandi alríkislögreglumaður, sem var rekinn úr löggunni, er ráðinn til að vernda níu ára gamlan einhverfan dreng sem leigumorðingjar hundelta, eftir að hann leysti háleynilegan opinberan kóða. NSA stofnunin bandaríska hefur þróað óbrjótanlegan kóða sem hún kallar Mercury. Til að prófa kóðann sendir stofnunin út prófun í þrauta-tímariti,til að sjá hvort að einhver geti leyst kóðann. Simon Lynch er einhverfur drengur sem hefur ástríðu fyrir gátum og þrautum. Hann sér þessa gátu, leysir hana og hringir í NSA. Mennirnir sem taka við símtalinu fá áhyggjur og hringja í yfirmann sinn, Kudrow, og segja honum hvað hafi gerst. Kudrow fær áhyggjur af málinu ef þetta fer úr böndunum og hringir í NSA og gefur skipun um að það þurfi að drepa Simon. Mennirnir sem hann sendi myrða foreldra Simon en finna ekki Simon sjálfan og láta sig hverfa þegar lögreglan mætir á staðinn. Lögreglan hringir í alríkislögregluna FBI, og biður hana um að senda einhvern til að taka skýrslu af Simon, sem nú er týndur. Maðurinn sem er sendur í þetta verkefni er Art Jeffries og hann er ekkert endilega samvinnuþýður við FBI vegna atviks sem gerðist nýlega, og er ekki í lagi vegna atviksins. Art finnur Simon sem er í felum og fer með hann á spítala. Á meðan þeir eru þar þá kemur leigumorðingi sem reynir aftur að drepa Simon, en Art bjargar honum og þeir leggja á flótta. ... minna

Aðalleikarar

Bruce Willis

Art Jeffries

Alec Baldwin

Nicholas Kudrow

Miko Hughes

Simon Lynch

Chi McBride

Tommy B. Jordan

Robert Stanton

Dean Crandell

Bodhi Elfman

Leo Pedranski

Carrie Preston

Emily Lang

Lindsey Ginter

Peter Burrell

John Carroll Lynch

Martin Lynch

John Doman

Supervisor Hartley

Camryn Manheim

Dr. London

Jack Conley

Detective Nichols

James MacDonald

SWAT Team Leader Francis

Betsy Brantley

Special Ed Teacher #2

Leikstjórn

Handrit


Góð spennumynd með töffaranum Bruce Willis (Die hard myndirnar). Ronald Reagan gerði á sínum tíma dulmál fyrir ameríska njósnara sem eru að njósna í öðrum löndum t.d einhver amerískur njósnari sé í her Saddams Husseins. En 9 ára einhverfur strákur nær að leysa dulmálið og leyniþjónustugaur drap foreldra hanns. Bruce Willis leikur leyniþjónustumann sem tekur strákinn og þarf að vernda hann því aðrir leyniþjónustugaurar þurfa að drepa hann. Góð mynd en strákurinn sem leikur einhverfa strákinn er langbesti leikarinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er sagt um mynd þessa á hulstrinu að þetta sé besta mynd Bruce Willis til þessa. Ég er nú ekki alveg sammála því. Mér fannst hún t.d. ekki betri en Die Hard myndirnar. Hún fjallar um dreng sem finnur eitthvað code(símanúmer) út í krossgátublaði og hann verður í stór hættu, vegna þess að fyrirtækið sem er með þetta code(símanúmer) ætlar að reyna að finna drenginn og drepa sönnunargögnin. Þetta er ekki alveg eins brilliant mynd og ég hélt að þetta myndi vera, not at all. Hún fær 2 og hálfa stjörnu samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.11.2011

Statham passar krakka

Stikla var að detta á netið fyrir Statham mynd sem ég mundi ekki eftir að væri til, Safe. Þið verðið að fyrirgefa mér afglöpin, en Statham bara stoppar ekki og myndirnar hans eiga það til að renna saman í eina. Þær eru alla...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn