Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Butch Cassidy and the Sundance Kid 1969

Justwatch

Just for the fun of it!

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur úrvalshópur á eftir þeim til að koma þeim bakvið lás og slá. Yfir fjöll, í gegnum... Lesa meira

Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur úrvalshópur á eftir þeim til að koma þeim bakvið lás og slá. Yfir fjöll, í gegnum bæi, yfir ár, þá er hópurinn alltaf á hælum þeirra. Þegar þeir ná loks að sleppa undan hópnum, þá er það fyrir einskæra heppni, og þá fær Butch þá hugmynd að fara til Bólivíu. Myndin er byggð á raunverulegum persónum. ... minna

Aðalleikarar

Paul Newman

Butch Cassidy

Robert Redford

Sundance Kid

Katharine Ross

Etta Place

Strother Martin

Percy Garris

Henry Jones

Bike Salesman

Jeff Corey

Sheriff Ray Bledsoe

Hal Lieberman

Woodcock

Ted Cassidy

Harvey Logan

Kenneth Mars

Marshal

Jody Gilbert

Large Woman

Timothy Scott

News Carver

Michael Reed

Fireman

Charles Dierkop

Flat Nose Curry

Pancho Córdova

Bank Manager

Sam Elliott

Card Player #2

Leikstjórn

Handrit


Frábærlega skemmtilegur, gamandramatískur vestri um flótta tveggja útlaga undan verulega þrjóskum laganna verði. Varð klassísk um leið og hún var frumsýnd enda dásamleg á mörgum sviðum, hún er ein af þeim myndum sem gott er að sjá a.m.k. einu sinni á ári. Það kemur ekki síst til af glettilega góðum samleik þeirra Paul Newman og Robert Redford og góðri leikstjórn George Roy Hill, en það má heldur ekki vanmeta fyndið og dramatískt handrit William Goldmans sem er með hans bestu verkum, enda hlaut hann óskarinn fyrir það. Myndin hreppi einnig óskarinn fyrir kvikmyndatöku og tónlist og lagið "Raindrops Keep Falling on My Head". Ég gef Butch Cassidy and the Sundance Kid tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli hreint eindregið með þessu meistaraverki sem hefur staðist tímans tönn aðdáunarlega vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paul Newman og Robert Redford eru frábært tvíeyki í þessari skemmtilegu mynd en ég er sammála honum sem skrifaði á undan mér að hún sé ofmetin. Myndin fjallar um tvo bankaræningja sem eru kallaðir Butch Cassidy og Sundance Kid. Sundance er ein besta skytta í villta vestrinu og Butch er hans helsti félagi. Þeir halda svo til Bólivíu ásamt unnustu Butch og halda þar áfram á sínu striki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis ræma en að mínu mati stórlega ofmetin. Stórgóður leikur Redford og Newman bera myndina uppi ásamt tónlist Bacharach. Setningin "Byggt á sannsögulegum atburðum", sem birtist í byrjun myndarinnar ætti frekar að vera "Tvær aðalsöguhetjurnar voru til, gerðu kannski eitthvað af því sem fram kemur í seinni helmingi myndarinnar og síðustu sekúndurnar eru að öllu leiti sannar". En fín afþreygingarræma engu að síður og má vel hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.01.2019

Sam Elliott um Óskarstilnefninguna: “Það var kominn tími til”

Bandaríski leikarinn Sam Elliott, sem ætti að vera flestum kvikmyndaunnendum að góðu kunnur, hefur nú tjáð sig um sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna, en hann er tilnefndur nú í ár fyrir bestan meðleik í A ...

16.11.2018

Óskarsverðlaunahöfundur látinn, 87 ára gamall

Óskarsverðlaunahafinn og handritshöfundurinn William Goldman er látinn. Hann lést í dag, 16. nóvember, á heimili sínu í New York, 87 ára gamall. Goldman skrifaði handritið að Óskarsverðlaunakvikmyndunum Butch Cassidy and the Sun...

08.06.2012

Kvikmyndasenur úr Legókubbum

Það er smá föstudagur í okkur og þá er ekkert að því að breyta aðeins til í fréttaskrifunum. Allir kvikmyndanördar eiga sínar uppáhalds atriði í kvikmyndum. Það eru hins vegar ekki allir sem búa þau til með...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn