Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gods and Monsters 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi
105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
McKellan var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Condon fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta handrit eftir áður birtu eftir.

Myndin segir sögu James Whale, leikstjóra kvikmyndanna Frankenstein frá árinu 1931 og Bride of Frankenstein, frá árinu 1935, á þeim tíma þegar Kóreustríðinu var nýlokið. Whale er samkynhneigður og myndar vináttusamband með garðyrkjumanni sínum, og fyrrum hermanni.

Aðalleikarar

Ian McKellen

James Whale

Brendan Fraser

Clayton Boone

David Dukes

David Lewis

Mark Kiely

Dwight

Jack Plotnick

Edmund Kay

Rosalind Ayres

Elsa Lanchester

Jack Betts

Boris Karloff

Matt McKenzie

Colin Clive

Todd Babcock

Leonard Barnett

Cornelia Hayes O'Herlihy

Princess Margaret

Brandon Kleyla

Young Whale

Pamela Salem

Sarah Whale

David Millbern

Dr. Payne

Amir Aboulela

The Monster

Martin Ferrero

George Cukor

Jesse James

Michael Boone

Lisa Darr

Dana Boone

Judson Mills

Young Man at Pool

Leikstjórn

Handrit


Áhrifamikil mynd um James Whale leikstjórann sem leykstýrði klassíkunum á borð Frankenstein, The Bride of Frankenstein og The Invisible Man sem er á seinni árum lífs síns, hann er samkynhneigður og er eltur af sinni hræðilegu fortíð. En Whale hittir mann sem heitir Clayton Boone sem hann hefur sérstakann áhuga af. Myndin er fjölverðlauna mynd og vann að auk óskar fyrir besta ófrumsamda handrit. Gods and Monsters er frábær sannsöguleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi áhrifamikla, sanna og afar vel leikna kvikmynd breska leikstjórans og handritshöfundarins Bill Condon hefur allsstaðar hlotið frábæra dóma gagnrýnenda. Myndin hefur auk þess hlotið fjölda viðurkenninga, þ.á m. óskarsverðlaunin árið 1998 fyrir besta handritið byggt á áður birtu efni (bókinni Father of Frankenstein eftir Christopher Bram), auk þess sem þau Sir Ian McKellen og Lynn Redgrave voru bæði tilnefnd fyrir besta leik, hann fyrir besta leik í aðalhlutverki og hún fyrir besta leik í aukahlutverki. Í myndinni reynir Condon að varpa ljósi á líf kvikmyndagerðarmannsins James Whale sem gerði 21 mynd í Hollywood á ferli sínum, þar á meðal nokkrar sem urðu afar eftirminnilegar og nokkrar sem taldar eru til bestu mynda fjórða áratugarins. Af þeim ber líklega hæst myndirnar Frankenstein, The Bride of Frankenstein, The Invicible Man, Show Boat og The Man in the Iron Mask. En James Whale var einnig kunnur fyrir annað. Hann var einn af örfáum samkynhneigðum sem fóru ekki dult með kynhneigð sína og var af þeim sökum litinn hornauga í glamúrborginni Los Angeles. En Whale reyndi af fremsta megni að láta fordóma samfélagsins ekki hafa áhrif á listsköpun sína né líf þótt þeir gerðu honum oft óhægt um vik. Myndin er látin gerast árið 1957 þegar heilsu Whale (McKellen) er farið að hraka verulega, hann býr hann einn með trygglyndri ráðskonu sinni Hönnu (Redgrave), og við fylgjumst með honum síðasta spölinn þegar hann rifjar upp líf sitt. Hann er bæði bitur og tilfinningalega einmana þar til hann kynnist manninum sem sér um garðinn hans, Clayton Boone (Brendan Fraser). Þeir bindast vináttuböndum og munu kynni þeirra verða einkar afdrifarík fyrir Whale og ekki síst hinn unga Boone. Hér er á ferðinni einkar áhrifamikil og voldug kvikmynd sem verður sífellt betri með hverri mínútunni. Allt er hér til að skapa ógleymanlega kvikmynd og stendur þar hæst afbragðsgott handrit og vönduð leikstjórn Bill Condon, falleg tónlist og stórleikur þeirra kvikmyndasnillinga sem fara hreint á kostum og skapa merkilega og ómótstæðilega persónuleika. Hæst þar stendur Sir Ian McKellen, sem er ógleymanlegur í hlutverki James Whale og á hann hér sannan snilldarleik sem hinn margflókni herramaður, hann hefur sjaldan verið betri. Breska úrvalsleikkonan Lynn Redgrave er einnig svipmikil í hlutverki ráðskonunnar Hönnu og fer hún á kostum er hún túlkar þessa einstöku konu. Brendan Fraser er einnig góður í hlutverki Clayton Boone og hefur sennilega aldrei leikið betur. Það er því vel þess virði að kynna sér þessa mynd á næstu leigu. Það ættu allir að hafa gaman að meistaraleik þessara þriggja leiksnillinga og að njóta þessarar úrvalsmyndar sem er byggð á hreint stórfenglegu handriti. Ég mæli eindregið því með þessari mynd um leið og ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu. Alls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.12.2016

Hún er raunveruleg - segir Tom Cruise í fyrstu kitlu úr The Mummy

Universal Pictures gaf í dag út fyrstu kitlu og fyrsta plakat úr nýjustu Tom Cruise myndinni, The Mummy, sem kemur í bíó hér á Íslandi 9. júní nk. Von er að stiklu í fullri lengd á sunnudaginn. "Ég sá hana. Hún...

04.03.2015

Fyrsta stiklan úr 'Mr. Holmes'

Breski leikarinn Sir Ian McKellen fer með hlutverk frægasta spæjara heims, Sherlock Holmes, í væntanlegri mynd leikstjórans Bill Condon. Í dag var opinberuð fyrsta stiklan úr myndinni sem ber einfaldlega heitið Mr. Holmes. Í ...

15.01.2015

Ný mynd af McKellen í hlutverki Holmes

Breski leikarinn Sir Ian McKellen fer með hlutverk frægasta spæjara heims, Sherlock Holmes, í væntanlegri mynd leikstjórans Bill Condon, Mr. Holmes. Í gær var opinberuð ný mynd af honum, sem má sjá hér að neðan, í hlutv...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn