Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Life is Beautiful 1997

(La Vita è bella)

Frumsýnd: 12. mars 1999

An unforgettable fable that proves love, family and imagination conquer all.

116 MÍNÍtalska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Vann þrenn Óskarsverðlaun. Benigni fyrir leik í aðalhlutverki, besta erlenda mynd og besta tónlist.

Myndin hefst á fjórða áratug síðustu aldar á Ítalíu þegar hinn léttlyndi bókhaldari og gyðingur Guido stígur í vænginn við og giftist elskulegri konu úr nálægu þorpi. Guido og eiginkona hans eiga son og lifa hamingjusömu lífi þar til þýski herinn hernemur Ítalíu. Til að reyna að halda fjölskyldu sinni saman og til að hlífa syni sínum við hörmungum... Lesa meira

Myndin hefst á fjórða áratug síðustu aldar á Ítalíu þegar hinn léttlyndi bókhaldari og gyðingur Guido stígur í vænginn við og giftist elskulegri konu úr nálægu þorpi. Guido og eiginkona hans eiga son og lifa hamingjusömu lífi þar til þýski herinn hernemur Ítalíu. Til að reyna að halda fjölskyldu sinni saman og til að hlífa syni sínum við hörmungum útrýmingarbúða gyðinga, þá lætur Guido líta svo út að helförin sé leikur og aðalverðlaunin í leiknum eru skriðdreki. ... minna

Aðalleikarar

Sarah Polley

Giosué Orefice

Marisa Paredes

Madre di Dora

Horst Buchholz

Dottore Lessing

Lidia Alfonsi

Signora Guicciardini

Giuliana Lojodice

Direttrice Didattica

Pietro De Silva

Bartolomeo

Francesco Guzzo

Vittorino

Richard Sammel

German Lieutenant at Station

Omero Antonutti

Narrator (voice) (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Þegar ég fór á myndina var ég ekki viss við hverju ég ætti að búast við en vægast sagt þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Leikur leikaranna var ýktur og ósannfærandi, kringustæður voru að einhverju leiti óraunverulegar. En hún átti samt sína góðu punkta. Seinni helmingurinn af myndinni var þreytandi. Allatf að hlusta á hann útskýra fyrir syni sínum keppnina. Allavegna þá leiddist mér mikið og var fegin að sleppa þegar myndinni lauk. Ég get ekki sagt að leikarar eða myndin eigi skilið óskarinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Yndisleg mynd. Bæði fyndin og sorgleg á snilldarlegan hátt. Leikurinn fínn, Roberto Benigni ef til vill örlítið of trúðslegur, en það skemmdi alls ekki. Á öll sín Óskarsverðlaun skilin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd allveg út í gegn. Hún fjallar um gyðing á tímum nasista sem nær að fela son syn í nasistabúðum. Faðirinn kemur því fyrir að sonurinn getur litið til baka til æskuára sinna með góðum minningum, jafnvel þótt að hann hafi lifað við hinar bagalegustu aðstæður sem komið hafa upp í mannkyninu til þessa. Þetta er frábær mynd og ef þú vilt sjá mynd sem skilur eitthvað eftir er þessi allveg tilvalin. Ég hika ekki við að gefa henni 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guido er fátækur ungur maður sem hefur þann hæfileika að geta gert alla káta í kringum sig. Hann hittir draumadísina sína oft og mörgum sinnum í gegnum eintómar tilviljanir en hún á að giftast óþolandi leiðindaskarfi. Honum tekst að vinna hjarta hennar og þau strjúka á brott og giftast. Þónokkrum árum seinna er sonur þeirra orðinn svona 6-7 ára. En þar sem Guido er gyðingur er hann sendur ásamt syni sínum í útrýmingarbúðir nasista og konan hans einnig. Honum tekst að telja drengnum trú um að þetta sé allt saman leikur og ef þeir fái nógu mörg stig með því að taka þátt í leiknum fái þeir alvöru skriðdreka að launum. Honum tekst þetta í sex ár allt þar til stríðinu slotar en þá verður hann að fela son sinn svo hann verði ekki líflátinn af nasistum á meðan hann heldur áfram að segja honum að þetta sé leikur. Þessi litla perla er ein besta mynd sem hefur verið gerð á árinu. Roberto Benigni sannar hér að ekki aðeins er hann frábær gamanleikari heldur frábær leikari og leikstjóri yfir höfuð. Hann er allt í öllu í þessari mynd. Margar óborganlegar senur eru í myndinni, ekki síst þar sem hann þykist þýða það sem fangavörðurinn er að segja við fangana. Seinni hlutinn á myndinni er átakanlegri en þar skín fyndnin einnig í gegn og gerir hann ljúfsáran. Það eru fáir sem myndu leyfa sér að gera út á fyndni á þessum hörmungartíma en Benigni gerir það svo vel að það verður að kallast kvikmyndaafrek. Honum bókstaflega tekst að sýna hið fyndna í öllum hryllingnum. Ég vona að hann taki heim með sér Óskarstyttur fyrir eitthvað. Hreint út sagt stórkostleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.10.2018

Cooper yrði níundi Óskarstilnefndi fyrir bæði leik og leikstjórn

Bradley Cooper er líklega í sjöunda himni þessa dagana útaf góðum viðtökum sem nýjasta kvikmynd hans A Star is Born er að fá, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í haust, og fékk þar glimr...

16.10.2015

Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tö...

29.09.2013

Mynd á spænsku slær met í USA

Gamanmyndin Instructions Not Included varð í dag tekjuhæsta mynd með spænsku tali sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum, samkvæmt fréttum frá dreifingaraðila myndarinnar Lionsgate. Útlit er fyrir að myndin þéni 3,38 m...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn