Náðu í appið
107
Öllum leyfð

Airplane! 1980

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Thank God it's Only a Motion Picture!

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Ted Striker er fyrrum herflugmaður, en hefur verið flughræddur alveg síðan ÞETTA slys varð í stríðinu. Hann er samt staðráðinn í að ná í stúlku sinna drauma, Elaine, og eltir hana um borð í flugvél þar sem hún er að vinna sem flugfreyja. Elaine hefur hins vegar engan áhuga á Ted lengur, en þegar áhöfn vélarinnar og farþegar veikjast vegna matareitrunar,... Lesa meira

Ted Striker er fyrrum herflugmaður, en hefur verið flughræddur alveg síðan ÞETTA slys varð í stríðinu. Hann er samt staðráðinn í að ná í stúlku sinna drauma, Elaine, og eltir hana um borð í flugvél þar sem hún er að vinna sem flugfreyja. Elaine hefur hins vegar engan áhuga á Ted lengur, en þegar áhöfn vélarinnar og farþegar veikjast vegna matareitrunar, þá treysta allir á Ted. Myndin er skopstæling á flugslysamyndum. ... minna

Aðalleikarar

Robert Hays

Ted Striker

Julie Hagerty

Elaine Dickinson

Leslie Nielsen

Dr. Rumack

Kareem Abdul-Jabbar

Roger Murdock

Lloyd Bridges

Steve McCroskey

Peter Graves

Captain Clarence Oveur

Robert Stack

Captain Rex Kramer

Donnelly Rhodes

Religious Zealot #6

Jonathan Banks

Gunderson

Gerard Zalewski

Gunderson

Stephen Stucker

Johnny Henshaw-Jacobs

Frank Ashmore

Victor Basta

Craig Berenson

Paul Carey

Lee Bryant

Mrs. Hammen

Ethel Merman

Lieutenant Hurwitz

Kenneth Tobey

Air Controller Neubauer

James Hong

Japanese General

Michelle Stacy

Young Girl with Coffee

Ann Nelson

Hanging Lady

Al White

Second Jive Dude

Leikstjórn

Handrit


The Kentucky Fried Movie var (held ég) fyrsta af þessum últra silly grínmyndum sem eiginlega byltu gerð grínmynda á 8. áratugnum. Flestir á mínum aldri hafa séð allar Naked Gun og Hots Shots myndirnar. Fyrir utan gengið á bakvið þessar myndir voru þó ekki margir stórir. Mel Brooks er klárlega sá stærsti með Spaceballs, Men in Tights, Blazing Saddles og margar fleiri silly grínmyndir. Ég get ekki horft á þessa bylgju af myndum eins og Scary Movie og Disaster Movie. Þær eru rusl Það voru og eru auk þess margar silly myndir með leikurum á borð við Chevy Chase, Steve Martin, Martin Short og Jim Carrey á seinni tímum.. Það er hinsvegar örugglega engin meira silly og fyndnari en big daddy AIRPLANE!

Ég var ekki búinn að sjá hana í mörg ár og það kom mér á óvart hvað myndin er fyndin enn þann dag í dag. Ég hló með reglulegu millibili alla myndina í gegn. Mér fannst ógeðslega fyndin þegar svörtu farþegarnir voru að tala jive ensku og þurftu texta til að skiljast. Flugmennirnir voru líka góðir, þeir lentu alltaf í smá misskilningi af því að þeir hétu Roger og Over. Kareem Abdul Jabbar er einmitt Roger. Svo má ekki gleyma uppblásanlega auto pilot gaurnum. Leslie Nielsen er líka á svæðinu, pre Frank Drebin og Lloyd Bridges sem var brilliant í Hot Shots. Það eru endalausar tilvitnar í þessari mynd, sú frægasta er klárlega “Surely you can´t be serious”, “I am serious, and don´t call me Shirly”. Kíkið á þessa aftur ef þið hafið ekki séð hana lengi. Hún er bara snilld.

“Joey, have you ever been in a... in a Turkish prison?”

Airplane olli mér miklum vonbrigðum. Sérstaklega vegna þess að mér fannst hún bara ekkert fyndin, húmorinn er skelfilega aumur og klígjulegur og það er slæmt vegna þess að handritið byggist nær eingöngu á bröndurum og þar sem þeir virka ekki þá verður myndin frekar slöpp. Ég sá engin gæði í Airplane og finnst mér hún heldur ofmetin. Hún er þó ekki algjörlega ömurleg, alveg hægt að horfa á hana en ég bjóst við meiru og get því ekki gefið hærri einkunn en eina og hálfa stjörnu eða 5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega steikt mynd en engu að síður algjör snilld enda frá þeim sömu og gerðu Hot shots og naked gun myndunum, þarf að segja meira. Ef þú fýlar myndir sem eru með aula húmor áttu eftir að elska þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein svona grínmynd sem á að muna eftir. Zuckerarnir og Abrahams koma með sína bestu mynd ever og gera það frumlega snilldarlega. Robert Hays leikur hættan orrustuflugmanns sem aldrei aftur ætlar að fljúga neyðist til að taka við stýrum á einni Boening vél frá Chicago. Í vélinni er flugfreyja sem hjálpar honum leikin af Julie Hagerty og um borð er læknir sem reynir að halda farþegunum róandi leikinn af Leslie Nielsen. Myndin inniheldur einhverja klassískustu brandara í sögunni. DÆMI: Flugstjórinn heitir Oveur, einn flugmaðurinn heitir Roger, hinn heitir Copy. Bömmer. Má minna að sá sem leikur Roger er gamli körfuboltakappinn Kareem Abdul-Jabbal. Ekki missa af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sígild gamanmynd sem færði aulahúmorinn á æðra plan með frábærri útfærslu. Myndin hæðir kvikmyndirnar Zero Hour frá 1957, Flight into Danger frá 1960 og Flug in Gefahr frá 1964 sundur og saman í háði, en þær voru byggðar á vinsælu útvarpsleikriti Arthurs Hailey, sem var síðar gefið út sem skáldsaga í samvinnu við John Castle og kom út í íslenskri þýðingu undir heitinu Lending með lífið að veði. Sjaldan ef nokkru sinni hefur sögu verið slátrað með svo eftirminnilegum hætti eins og þessari. Svo sannarlega djúphugsað handrit og leikurinn í senn háalvarlegur og ótrúlega fyndinn. Alveg eins og saga Haileys ól af sér fjölda framhaldsmynda á borð við Airport myndirnar, fylgdu fjölmargar misgóðar stælingar í kjölfar þessarar gamanmyndar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.10.2018

Naked Gun 4 farin af stað

Margir hafa hlegið dátt yfir ævintýrum Lt Frank Drebin í Naked Gun myndunum þremur, sem eru troðfullar af sprenghlægilegum fimmaurabröndunum, en nú eru 24 ár síðan síðasta mynd var frumsýnd, The Naked Gun 33 1/3: T...

23.01.2010

Tían: "Spoof" myndir

Í dag þykir það vera algjör plága þegar titill grínmyndar endar á orðinu "Movie." Þetta er orðið alltof reglulegt og spilast frekar út eins og slæm þáttaröð af Spaugsstofunni frekar en eitthvað sem lætur mann h...

13.11.2015

Handrit Annie Hall fyndnast í sögunni

Handritið að Annie Hall í leikstjórn Woody Allen hefur verið kjörið það fyndasta í sögunni af samtökunum Writers Guild of America.  Allen og Marshall Brickman sömdu handrit myndarinnar sem kom út árið 1977. Alls var 101 mynd tilnefnd sem hefur komið út síðustu 86 árin. ...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn