Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Deliverance 1972

What did happen on the Cahulawassee River?

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 80
/100
John Boorman fékk Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leikstjórn og fyrir bestu mynd. Einnig tilnefnd fyrir klippingu.

Cahulawassee árdalurinn í norður Georgíuríki í Banaríkjunum er ein af perlum fylkisins og eitt síðasta ósnortna víðernið. Það mun þó fljótlega breytast þegar byggð verður stífla í ánni í dalnum, sem mun skapa flóð yfir mest af dallendinu. Fjórir borgarbúar frá Atlanta, töffarinn Lewis Medlock, hinn yfirvegaði Ed Gentry, hinn kappsfulli Bobby Trippe... Lesa meira

Cahulawassee árdalurinn í norður Georgíuríki í Banaríkjunum er ein af perlum fylkisins og eitt síðasta ósnortna víðernið. Það mun þó fljótlega breytast þegar byggð verður stífla í ánni í dalnum, sem mun skapa flóð yfir mest af dallendinu. Fjórir borgarbúar frá Atlanta, töffarinn Lewis Medlock, hinn yfirvegaði Ed Gentry, hinn kappsfulli Bobby Trippe og hinn saklausi Drew Ballinger, ákveða að fara í kanósiglingu niður ánna í ljósi yfirvofandi atburða, en aðeins Lewis og Ed hafa reynslu af útilegum. Þeir vita að svæðið sem þeir ætla að fara á er einangrað og byggt sérstöku fólki, en átta sig samt ekki á því til fulls hve öðruvísi þessi menning er, en svo virðist sem fólkið beri merki margra ára skyldleikaræktunar. Fremur friðsæl ferð þeirra snýst upp í martröð þegar hún er hálfnuð þegar þeir ganga fram á tvo sveitavarga og bruggara. Sá fundur verður til þess að vinirnir verða að brjótast út úr dalnum til að ná að halda lífi, en samband þeirra verður líklega ekki samt á eftir, enda eru þeir látnir gera hluti við hvern annan sem þeir héldu að væru ekki mögulegir.... minna

Aðalleikarar

Geggjuð mynd!!
Deliverance er án efa ein af mínum uppáhalds myndum! Hún er yndislega spennandi,ótrúlega flott mynd með frábærum leikurum,Jon Voight,Burt Reynolds,Ronnie Cox, og að ógleymdum Ned Beatty greyinu;) ...svo náttúrulega toppar hinn myndarlegi Billy Redden þetta með 'Dueling Banjos' þá fyrst fékk ég að fá gæsahúð! En í smáatriðum fjallar myndin um félaga sem fara í river-rafting ferð í Bandaríkjunum en fá miklu meira út úr þessari ferð þar sem þeir hitta stórhættulega hill-billy's sem meðal annars nauðga einum félaganum. Þessi mynd er frá 1972,sem er hreint ótrúlegt!!! 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni mjög góð mynd með Jon Voight og Burt Reynolds sem leika þetta snilldarlega. En myndin er um nokkra vini sem fara einhvert upp í sveit. Þeir fara á einhvert fljót og lenda þar í mörgum ævintýrum. Ég mæli með Deliverance.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldarmynd sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn ættu að sjá, ef ég má kvóta í félagsgagnrýnendur mína.

Banjóatriðið með stráknum á nú eitt og sér fimm stjörnur skilið en myndin sjálf tíu!


Og munið að út í sveit viljið þið ekki heyra orðin Squeal like a pig!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi frábæra mynd er einfaldlega skylduáhorf fyrir alla unnendur góðra kvikmynda. Myndataka, leikur og handrit skapa spennuþrungið andrúmsloft sem seint verður leikið eftir. Burt Reynolds og Jon Voight í sínum langbestu hlutverkum. Banjóatriðið er eitt af þeim minnisstæðari í kvikmyndasögunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd, svolítið drungaleg. Sveitaliðið alveg sérstaklega óhugnalegt. Hérna er Burt gamli Reynolds ungur og flottur og hefur á þessum árum haft einhvern metnað. Hann sýnir fínan leik hér en eftir þessa mynd hallaði undan fæti og hann hefur leikið í ótal ruslmyndum síðan. Hefur að vísu verið að sækja á núna á gamals aldri. Jon Voight á stórleik í þessari mynd en á seinni árum er hann ekki eins vandlátur á hlutverk. Eini mínusinn við þessa mynd er að hún hefur elst frekar illa. En ég mæli með henni við alla kvikmyndaunnendur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.05.2018

The Exorcist og A Clockwork Orange hönnuður látinn

Bill Gold, hönnuður margra af frægustu plakötum kvikmyndasögunnar, er látinn, 97 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir plaköt sín fyrir kvikmyndirnar Casablanca, The Exorcist, A Clockwork Orange, Deliverance, Alien, Dirty Harry og A Streetca...

26.01.2013

Burt Reynolds á gjörgæslu

Kvikmyndaleikarinn Burt Reynolds var lagður inn á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Flórída  í gær vegna alvarlegra einkenna flensu. Reynolds, sem er 76 ára gamall, er talinn hafa þjáðst af alvarlegri ofþornun, þegar hann...

02.12.2012

Undarleg framtíðarmynd - Stikla og nýtt plakat

Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar heldur áfram sýningum á Költ myndum sem þeir aðstandendur klúbbsins, þeir Hugleikur Dagsson, Sjón og Sigurjón Kjartansson velja. Nú er komið að framtíðarmyndinni Zardoz frá ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn