The Loner
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Myndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna
Myndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
SpennumyndGlæpamyndRáðgáta

The Loner 2016

(The Persian Connection)

Even Paradise Does Not Last Forever.

4.9 260 atkv.Rotten tomatoes einkunn 63% Critics 5/10
103 MÍN

Eftir að hafa verið ranglega sakaður um að stela eiturlyfjum frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum þarf hinn íranski Behrouz að sanna sakleysi sitt með því að hafa uppi á hinum raunverulegu ræningjum og endurheimta fenginn. The Persian Connection gerist í undirheimum Los Angeles þar sem íranskar og rússneskar glæpamafíur berjast um völdin. Við komumst samt fyrst... Lesa meira

Eftir að hafa verið ranglega sakaður um að stela eiturlyfjum frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum þarf hinn íranski Behrouz að sanna sakleysi sitt með því að hafa uppi á hinum raunverulegu ræningjum og endurheimta fenginn. The Persian Connection gerist í undirheimum Los Angeles þar sem íranskar og rússneskar glæpamafíur berjast um völdin. Við komumst samt fyrst að því að aðalpersónan, Behrouz, hafði sem ungur drengur verið sendur í stríðið gegn Írökum þar sem honum var naumlega bjargað frá dauða af írönskum glæpaforingja. Hann var síðan sendur til Los Angeles þar sem honum var gert að vinna fyrir írönsku mafíuna, m.a. við „aftökur“ á óvinum hennar. Honum hafði samt tekist um síðir að losna undan áhrifum mafíunnar og þegar myndin byrjar er hann að reyna að koma undir sig fótunum í heiðarlegri vinnu þegar honum er skyndilega kippt aftur til fortíðar sinnar og hótað öllu illu finni hann ekki hin stolnu eiturlyf. Inn í málin blandast svo unnusta Behrouz og ungur drengur sem gefa honum meiri og betri ástæðu en nokkurn tíma fyrr til að losna við óværu fortíðar sinnar af bakinu í eitt skipti fyrir öll ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn