Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Quiz Show 1994

Justwatch

Fifty million people watched, but no one saw a thing.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 92
/100

Árið 1958, þegar spurningaþættir í sjónvarpi nutu mikilla vinsælda, þá var Charles Van Doren nær ósigrandi í sjónvarpsþættinum Twenty-One. Hann var þjóðþekktur og kom á forsíðum blaða eins og Time og Life. Hann var sannkölluð alþýðuhetja. Vikum saman safnaðist fólk saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Van Doren, vinsælan enskukennara við... Lesa meira

Árið 1958, þegar spurningaþættir í sjónvarpi nutu mikilla vinsælda, þá var Charles Van Doren nær ósigrandi í sjónvarpsþættinum Twenty-One. Hann var þjóðþekktur og kom á forsíðum blaða eins og Time og Life. Hann var sannkölluð alþýðuhetja. Vikum saman safnaðist fólk saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Van Doren, vinsælan enskukennara við Columbia háskólann úr einni þekktustu bókmenntafjölskyldu landsins, svara spurningu eftir spurningu réttri. Persónutöfrar hans hjálpuðu til við að láta 50 milljón manns trúa á hann. En sannleikurinn var sá, að það var verið að plata áhorfendur sem sáu aðeins það sem sjónvarpsstöðin vildi að þeir sæju. En svo skyndilega var þetta stoppað. Þegar annar óánægður keppandi, Herbie STempel, sagði að keppnin væri svindl, þá fór rannsóknarmaður þingsins, Richard Goodwin á stúfana og afhjúpaði blekkinguna, sem varð til að fólk um öll Bandaríkin fékk áfall. ... minna

Aðalleikarar


Mynd sem fjallar um eitt mesta spilasvindl í sjónvarpi, þar sem stjórnendurinr gefa fram svörin til ákveðins keppanda, og til að gera allt raunverulegt eins og maður viti ekki svarið er klefinn sem þeir voru í gerðir rosalega heitur og svitinn lak af manninum. En þetta er ágætis mynd sem fleistir gætu haft gaman af. Mjög góð afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfenglega vel gerð mynd hans Robert Redfords með frábærum leikurum eins og Ralph Fiennes, John Turturro og Rob Morrow en hvar hefur hann verið, ekki hef ég séð hann síðan Quiz Show. Fjölda góðra aukahlutverk eins og Paul Scofield, Hank Azaria, David Paymer, Peter MacDonald og Illenia Douglas og ef þú fylgist með koma Calista Flockhart og Ethan Hawke sem nemendur í cameo. Handrit þessar myndar er á top lista mínum og ekki gleyma kvikmyndatökunni sem er bara over the top. Söguþráðurinn er einfaldur þar sem Bandaríkjamenn eru fastir í spurningaþættinum 21 eða twenty-one, og er gyðingur (John Turturro) sem hefur unnið mörg skipti í röð og heldur áfram. En þegar ríkur Breti er fundinn (Ralph Fiennes) hámenntaður kennari er látið skipta á spurningamanni en þá er Turturro reiður og biður um að fá að koma aftur en er neitað. Þá fer hann til laganna til að segja leyndar upplýsingar um þáttinn að leikurinn væri svindl að keppendur fengu svör. Þá fer óreyndur rannsóknamaður frá D.C ( Rob Morrow) að reyna sanna það. Myndin kom mér sannarlega á óvart þar sem hann Redford hefur aldrei verið neitt sérstakt í mínum augum kemur með mesta snilld af hæfileikum sínum síðan A Bridge Too Far. Ekki missa af svona efni sem á ekki að verða þér að vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfengleg og meistaralega gerð mynd eftir SÖNNUM atburðum. Árið 1958 voru alls konar spurningaleikir langvinsælasta efnið í bandarísku sjónvarpi. Þar kepptu menn um verulegar fjárhæðir og hylli almennings, enda urðu sigurvegararnir að þjóðhetjum í augum flestra áhorfenda. Einn vinsælasti leikurinn nefndist þar Tuttugu og einn og um nokkurra vikna skeið bar maður að nafni Charles Van Doren höfuð og herðar yfir aðra keppendur, því hann virtist vita svarið við nánast öllum spurningum, sama hversu erfiðar þær virtust vera. Fyrir vikið varð hann þjóðhetja í augum samlanda sinna, enda talinn til greindustu manna í Bandaríkjunum. Myndir af honum birtust á forsíðum blaða og tímarita um gervallt landið og í kjölfar þess efnaðist hann verulega á öllum vinsældunum. En einn góðan veðurdag tók spilaborgin að hrynja þegar tapsár keppandi sakaði van Doren og framleiðendur þáttarins um að svindla í leiknum og hélt hann því fram að van Doren fengi öll svörin fyrirfram. Málið var þaggað niður, enda engin sönnunargögn fyrirliggjandi. En ákæran vakti mjög mikla og óskipta athygli opinbers rannsóknarmanns, Dick Goodwin og ákvað hann að skoða málið aðeins betur. Brátt sannfærðist hann um að ákæran ætti við rök að styðjast, en átti í allra stökustu vandræðum með að sanna það fyrir dómstólum. En einn góðan veðurdag rann sannleiksstundin mikla upp..... Stórkostleg og einkar vönduð mynd, leikstýrð af óskarsverðlaunaleikstjóranum Robert Redford. Með helstu hlutverk fara leikararnir Ralph Fiennes, Rob Morrow, John Turturro, David Paymer og óskarsverðlaunaleikarinn Paul Scofield. Þeir fara allir á kostum, þó má segja að Ralph Fiennes hafi aldrei leikið eins vel. Ógleymanleg mynd sem lýsir sönnum og glæpsamlegum atburðum og er þriggja og hálfrar stjarna virði. Ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn