Virus
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur

Virus 1999

Frumsýnd: 30. júlí 1999

Life on earth is in for a shock. / Humankind is history.

5.0 25313 atkv.Rotten tomatoes einkunn 10% Critics 5/10
99 MÍN

Þegar bátur þeirra skemmist í fellibyl, þá ákveður áhöfnin að sigla inn í miðju stormsins, og uppgötva þar hátæknilegt rússneskt rannsóknarskip á reki. Aðeins einn Rússneskur áhafnarmeðlimur er enn á lífi en með óráði, og talar um "vitsmunalega eldingu". Þau uppgötva fljótlega að einhverskonar lífvera utan úr geimnum hefur yfirtekið tölvur skipsins... Lesa meira

Þegar bátur þeirra skemmist í fellibyl, þá ákveður áhöfnin að sigla inn í miðju stormsins, og uppgötva þar hátæknilegt rússneskt rannsóknarskip á reki. Aðeins einn Rússneskur áhafnarmeðlimur er enn á lífi en með óráði, og talar um "vitsmunalega eldingu". Þau uppgötva fljótlega að einhverskonar lífvera utan úr geimnum hefur yfirtekið tölvur skipsins og er að framleiða vélræna stríðsmenn. Þar sem þeirra eigin bátur er ónýtur, þá þarf áhöfnin nú að berjast við skrímslið um leið og skipið þeirra siglir á ný inn í storminn. ... minna

Aðalleikarar

Jamie Lee Curtis

Kelly Foster

William Baldwin

Steve Baker

Donald Sutherland

Captain Robert Everton

Joanna Pacula

Nadia Vinogradova

Marshall Bell

J.W. Woods Jr.

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Skil nú bara ekki hvernig fólk nennir að gera langa gagnrýni um jafn leiðinlega mynd og þessi er. Hún er illa leikin, sagan er verulega súr og augljós, leikarar ekkert góðir og leikstjórn glötuð og mætti Bruno kallinn skammast sín fyrir að koma með svona hræðilega mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þú veist að þú ert í slæmum málum þegar sá eini sem er ekki jafnlélegur og William Baldwin er Donald Sutherland. Þú veist það einnig þegar einhver af sögupersónunum byrjar að telja upp alla ævi sína þegar engin manneskja er nálægt. INFOMERCIAL!!! Söguþráðurinn í þessari mynd er svo ómerkilegur að það tekur því varla að telja það upp, en: Hálfvitar um borð í litlum og ræfilslegum bát lenda í fellibyl og finna yfirgefið rússneskt herskip. Eini eftirlifandinn í skipinu er hin löngu-gleymda B-stjarna Joanna Pacula og rússneksi hreimurinn hennar er alveg yndislegur (minnir mann soldið á Brad Pitt í 7 Years in Tibet, eða kannski Tim Curry í Congo...). Hvað um það; heimsku hálfvitarnir sjá það að allir eru horfnir og fullt af skrítnum vélum er í felum í "kjallaranum". En þrátt fyrir aðvaranir Joönnu um að setja ekki rafmagn á skipið aftur gera þau það samt (þau eru nú svo heimsk...) Auðvitað vakna allar vélarnar til lífsins, en einhver geimrafvera er komin í skipið og lítur á mannkynið sem vírus sem þarf að eyða. Síðan drepast flestir hálfvitarnir á mjög ófrumlegan hátt og Jamie Lee Curtis bjargar öllu (úps! eyðilagði ég allt?). Það á að taka fólkið sem skrifaði þessa mynd og gera eitthvað mjög slæmt við það, því þessi mynd er ófyrirgefanlega léleg, tilþrifalítil og LEIÐINLEG! Plús það að tónlistin er ÖMURLEG! Takið þessa mynd ásamt Soldier og skemmtið ykkur konunglega: tvær óviljandi fyndnustu myndir allra tíma!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn