Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Talk Radio 1988

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Words can kill...

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Orðhvatur útvarpsmaður í Dallas uppgötvar að útvarpsstöð sem útvarpar um öll Bandaríkin hefur áhuga á að fá þáttinn hans til sín. Það er þó ekki allt fullkomið hjá honum, því auk þess sem hann á í vandræðum í ástarlífinu, og óttast að yfirstjórn útvarpsstöðvarinnar vilji breyta þættinum hans, þá á hann í höggi við nýnasista, sem... Lesa meira

Orðhvatur útvarpsmaður í Dallas uppgötvar að útvarpsstöð sem útvarpar um öll Bandaríkin hefur áhuga á að fá þáttinn hans til sín. Það er þó ekki allt fullkomið hjá honum, því auk þess sem hann á í vandræðum í ástarlífinu, og óttast að yfirstjórn útvarpsstöðvarinnar vilji breyta þættinum hans, þá á hann í höggi við nýnasista, sem eru ósáttir við orðaval hans og skoðanir. ... minna

Aðalleikarar


Barry Champlain er útvarpsþáttastjórnandi í Texas sem stjórnar þætti sem kallast Night-Talk sem gengur um að tala um mikilvæg málefni eins hratt og hægt er en Barry sem er ekki mjög kurteis skellir á alla. Ég er ekki viss hvort þessi mynd sé ýkt eður ei því fólkið sem talar við hann er of skrítið til þess að geta verið til en þessi mynd er líka byggð á sannleika. Handritið er glæsilega skrifað, 70% af myndinni gerist í þessum útvarpsþætti og samræðurnar eru rosalegar og Eric Bagosian er helvíti góður í þessu hlutverki. Oliver Stone fyllti Talk Radio af áróðri gegn bandarísku siðferði og gerir það þó kannski einum of mikið en Talk Radio er helvíti góð mynd og alveg pottþétt þess virði að sjá oftar en einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn