Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Leigan

24 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Agnes Joy er einstaklega vel gerð og leikin þroskasaga mæðgna frá Skag- anum þar sem húmorinn er aldrei langt undan og eru margir á því að hún sé á meðal bestu íslensku mynda sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Allir leikarar fara hér á kostum og skapa veru- lega eftirminnilegar persónur. Segja má að þessi níunda og rómaða mynd Quentins Tarantino sé heil kvik- myndahátíð út af fyrir sig og um leið einstakur óður til kvikmyndalistarinnar, kryddaður húmor og miklu innsæi. Sagan í myndinni er skáldskapur en um leið sækir hún talsvert af efninu í sanna atburði og raunverulegar persónur. Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina Trölla sem ákvað að stela jólunum frá íbúum Hver-bæjar kemur í ferskum og mjög fyndnum búningi teiknimynda- fyrirtækisins Illumination sem gerði m.a. Aulinn ég -myndirnar, myndirnar vinsælu um litlu gulu Skósveinana, Syngdu og Leynilífgæludýra . Þegar öllum íbúum bæjarfélagsins Coral Lake er skipað að yfirgefa bæinn þar sem fellibylur af allra stærstu gerð er við það að ganga yfir svæðið með tilheyrandi flóðum uppgötvar Haley Keller að faðir hennar, Dave, svarar ekki kalli. Þvert á ráðleggingar heldur hún því inn í bæinn, staðráðin í að finna föður sinn. Ævintýrið um Aladdín, sem sótt er í uppfærðu útgáfuna af arabísku þjóð- sögunum Þúsund og ein nótt og Disney gerði frábæra teiknimynd eftir árið 1992, er hér fært í nýjan, litríkan og spennandi búning þar sem tónlist og dans kemur mikið við sögu og grínið og fjörið er aldrei langt undan. Anne er virtur lögfræðingur sem hefur einnig gengið vel persónulega og eiga hún og eiginmaður hennar, Peter, tvær dætur. Þegar Gustav, sonur Peters úr fyrra sambandi, flytur inn á heimilið stofnar Anne til forboðins sambands við hann ... með hrikalegum afleiðingum fyrir alla sem að málinu koma. Jólin eru gengin í garð og það er ekkert leyndarmál að Katrine kvíðir hinu árlega jólaboði fjölskyldunnar sem í þetta sinn kom í hennar hlut að halda. Ekki það að Katrine fari ekki létt með að reiða fram jólakrásir fyrir fjórtán gesti heldur veit hún sem er að eins og venjulega mun eitthvað koma upp á sem eyðileggur allt. Héraðið ernýjastamyndGrímsHákonar- sonar og gerist í litlu samfélagi þar sem við kynnumst Ingu kúabónda sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðn- um. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveit- inni og þeir eru fáir sem þora gegn því. Stevie er 12 ára gamall strákur í Los Angeles sem fær mikinn áhuga á hjóla- brettaíþróttinni og kynnist í framhaldinu eldri strákum sem eru lengra komnir í henni en hann og leggja fyrir sig ýmsar áhættuþrautir. Mid90s er fyrsta mynd Jonah Hill sem leikstjóra og þykir hann fara afar vel af stað í því hlutverki. Tyler er 16 ára strákur sem býr ásamt fjölskyldusinni ísmábænumClovehitch, en sá skuggi hvílir yfir honum að fyrir tíu árum höfðu tíu konur, íbúar í bænum, verið kyrktar af óþekktum morðingja. Dag einn fær Tyler fulla ástæðu til að ætlaaðþessióþekktimorðingisémaður sem hann þekkir vel ... faðir hans! Þegar einn af vitringunum þremur hverfur sporlaust kemur það í hlut álfa- stelpunnar Snæfríðar að finna hann. Málin vandast verulega þegar fleiri persónur sem tengjast jólunum taka að hverfa og það verður ljóst að sjálf jólahátíðin er í hættu ... nema Snæfríði takist að handsama hinn seka! Nýjasta mynd Terrys Gilliam sem hefur gert nokkrar af bestu myndum sögunn- ar eins og Brazil , Time Bandits , Twelve Monkeys og The Fisher King . Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna sækir sagan í henni innblásturinn í hina frægu sögu Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes og er bráðskemmtileg frá upphafi til enda. Cee er á táningsaldri og er ásamt föður sínum á leiðinni til græna tunglsins Bakhroma þar sem þau ætla að leita að fágætumeðalsteinum.Enþettaerhættu- spil því fyrir utan baneitrað andrúmsloft- ið á Bakhroma þurfa þau að takast á við vægðarlausa samkeppni græðgisdrifinna manna sem eru til alls vísir. Stu er sérlega kurteis, hæglátur og vand- virkurmaðursemereinkarumhugaðum að halda í fimm stjörnu-einkunnina sem hannhefuraflaðsérsem leigubílstjórihjá Uber. Þegar lögreglumaðurinn Vic tekur bíl hans á leigu ógnar hann um leið öllu því sem Stu er kærast og setur líf hans algjörlega úr skorðum. Það þarf ekki að rekja söguþráð Konungs ljónanna fyrir neinum en þess ber þó að geta að í þessari nýju útgáfu er að finna mörg ný atriði og sjónarhorn í bland við öll meginatriði 1994-myndarinnar. Í henni gefur einnig að heyra nýjar laga- smíðar íblandviðþæreldrisemheilluðu alla upp úr skónum á sínum tíma. Í Leikfangasögu 4 mæta að sjálfsögðu öll gömlu og góðu leikföngin til leiks á ný með Vidda og Bósa ljósár í fararbroddi. Auk þess hafa nokkur ný leikföng bæst í hópinn, þar á meðal plastgaffallinn Fork, sem eigandi leikfanganna, Bonnie, bjó sjálftilogáeftiraðverðaörlagavaldurinn í sögunni þegar hann týnist. Elton John þarf engrar kynningar við enda hefur hann trónað á toppnum í popptónlistinni allar götur frá því hann sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu Your Song. En tónlistarsaga hans nær mun lengra aftur í tímann en það og í þessari mynd leikstjórans Dexters Fletcher er farið yfir feril hans frá byrjun. Hustlers er þrælgóð mynd sem óhætt er að mæla með. Sagan er að grunni til sönn glæpasaga um nokkrar fyrrverandi dansmeyjar á súlu- og nektarstöðum í New York sem tóku sig saman um að svindla hressilega á auðugum körlum sem sumir hverjir voru fyrrverandi „við- skiptavinir“ þeirra á dansstöðunum. Beautiful Boy er gríðarlega vel gerð, vel leikin og áhrifarík mynd enda er sagan í henni eins sönn og kvikmyndasögur geta orðið. Hér segir frá Nic Sheff sem féll ungur að árum fyrir eiturlyfjum og um leið er þetta saga foreldra hans sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð en voru stað- ráðin í að gefast aldrei upp. Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Drama Gamanmynd/hasar Ævintýri Sannsögulegt Gamandrama Drama Tarantino Tryllir Gamandrama Spennumynd Spennumynd Sönn saga Gamandrama Drama Glæpadrama Teiknimynd Leikfangasaga 4 The Grinch Konungur ljónanna Dronningen Rocketman Aladdin Héraðið Once Upon a Time ... in Hollyw. Stuber Crawl Den tid på året Prospect Hustlers Mid90s The Clovehitch Killer Snæfríður Snara bjargar jól ... The ManWho Killed Don ... Beautiful Boy Agnes Joy Vonir Johns Rambo um að fara að geta tekið því rólega á fjölskyldubúgarðinum fara fyrir lítið þegar ungri frænku hans er rænt af mexíkósku glæpagengi og hann neyðist til að fara til Mexíkó til að frelsa hana úr prísundinni áður en það er of seint. Sylvester Stallone leikur hér hinn eitilharða Rambo í síðasta sinn. Hvítur, hvítur dagur segir frá lögreglu- manninum Ingimundi sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að húsbyggingu, eða allt þar til athygli hans beinist að manni sem hann fer að gruna að hafi átt í ástarsambandi við eiginkonu sína. Drama Spenna/hasar Rambo: Last Blood Hvítur, hvítur dagur

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=