Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó

38 Myndir mánaðarins The Gentlemen Hver er kóngurinn? Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Charlie Hunnam, Michelle Dockery, Colin Farrell, Hugh Grant, Henry Golding, Jeremy Strong, Eddie Marsan, Jason Wong og Eliot Sumner Leikstjórn: Guy Ritchie Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 113 mín Frumsýnd 31. janúar l Þegar þetta er skrifað hefur lítið verið gefið upp um söguþráð The Gentlemen annað en það sem kemur fram hér í innganginum fyrir ofan og það litla sem ráða má af fyrstu stiklunni sem komin er á netið. Sjálfur hefur Guy Ritchie sagt að persónan sem Hugh Grant leikur sé þungamiðja sögunnar og sú sem koma mun mest á óvart. Mickey Pearson er bandarískur glæpaforingi sem byggt hef- ur upp öflugt marijúanaveldi í London. Þegar hann lætur á sér skiljast að hann hyggist draga sig í hlé og vilji selja við- skiptaveldið hugsa margir í undirheimunum sér gott til glóð- arinnar og í gang fara alls kyns fléttur og blekkingar þar sem enginn er annars bróðir í leik og ekkert er eins og það sýnist. The Gentlemen er ellefta bíómynd leikstjórans og handritshöfund- arins Guys Ritchie og að undanskildu hliðarsporinu sem hann tók með Madonnu-myndinni Swept Away árið 2002 má segja að myndir hans skiptist í tvo ólíka ferla, annars vegar þann fyrri þegar hann gerði myndir eftir eigin söguhugmyndum og handritum eins og Lock, Stock and Two Smoking Barrels , Snatch og RocknRolla og hins vegar þann seinni þegar hann gerði Hollywood-myndir eins og Sherlock Holmes -myndirnar, The Man from U.N.C.L.E ., King Arthur: Legend of the Sword og nú síðast Disney-myndina Aladdin . Í The Gentlemen snýr hann aftur til upphafsins og hefur sjálfur sagt í viðtölum að hún sverji sig í ætt við Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch og sé í raun myndin sem hann ætlaði að gera á eftir RocknRolla, þ.e. áður en Hollywood bankaði á dyrnar með til- boð sem hann gat ekki hafnað. Og nú er bara að bíða til frumsýn- ingardagsins 31. janúar og vona að Guy Ritchie hafi engu gleymt. Matthew McConaughey leikur Bandaríkjamanninn Mickey Pearson og Michelle Dockery leikur eiginkonu hans, Rosalind Pearson. The Gentlemen Glæpadrama / Svört kómedía Punktar .................................................... Þeir Colin Farrell og Charlie Hunnam leika þá Coach og Raymond sem vinna fyrir Mickey og eru að reyna að hafa yfirsýn yfir gang mála fyrir hans hönd. En kannski eru þeir ekki heldur allir þar sem þeir eru séðir. Gerard Butler. Veistu svarið? Þeir eru margir sem telja myndirnar Lock, Stock and Two Smoking Barrels , Snatch og RocknRolla ekki bara bestu myndir Guys Ritchie heldur á meðal bestu bresku mynda sem gerðar hafa verið. Hver fór með aðalhlutverkið í þeirri síðastnefndu? Hugh Grant leikur náunga að nafni Fletcher sem fer sínar eigin leiðir í von um að fá bita af kökunni sem Mickey býður upp á.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=