Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD

26 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Godzilla: King of the Monsters er óbeint framhald myndarinnar Godzilla sem kom út 2014 og naut mikilla vinsælda. Hér heldur ævintýrið áfram og í þetta sinn þarf Godzilla m.a. að takast á við hið þríhöfða skrímsli Ghidorah semætlar sér alheimsyfirráð, en í þeim átökum má mannfólkið síns frekar lítils – eða hvað? Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem þær una ágætlega við sitt. Það á eftir að breytast dálítið þegar nokkrar þeirra leggja land undir fót og uppgötva að hinum megin við stóra fjallið þeirra er annar bær, Fullkomnibær, þar sem allar brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar eins og þær sjálfar. Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina Trölla sem ákvað að stela jólunum frá íbúum Hver-bæjar kemur í ferskum og mjög fyndnum búningi teiknimynda- fyrirtækisins Illumination sem gerði m.a. Aulinn ég -myndirnar, myndirnar vinsælu um litlu gulu Skósveinana, Syngdu og Leynilífgæludýra . Þegar öllum íbúum bæjarfélagsins Coral Lake er skipað að yfirgefa bæinn þar sem fellibylur af allra stærstu gerð er við það að ganga yfir svæðið með tilheyrandi flóðum uppgötvar Haley Keller að faðir hennar, Dave, svarar ekki kalli. Þvert á ráðleggingar heldur hún því inn í bæinn, staðráðin í að finna föður sinn. Ævintýrið um Aladdín, sem sótt er í uppfærðu útgáfuna af arabísku þjóð- sögunum Þúsund og ein nótt og Disney gerði frábæra teiknimynd eftir árið 1992, er hér fært í nýjan, litríkan og spennandi búning þar sem tónlist og dans kemur mikið við sögu og grínið og fjörið er aldrei langt undan. Rex er einn af hundum Elísabetar Englandsdrottningar og nýtur þeirra forréttinda að búa í Buckinghamhöll. Dag einn kemur Donald Trump forseti Bandaríkjanna í heimsókn ásamt eigin- konu sinni, Melaniu, og tíkinni Mitzi sem fær þegar augastað á Rex. Þar með setur hún í gang mjög óvænta atburðarás ... Tvær konur sem hafa sérhæft sig í alls kyns svikum og prettum taka höndum saman um að svindla hressilega á for- ríkum mönnum og fá þá til að gefa sér hluta af auðæfum sínum. Allt gengur upp eins og í sögu þar til tækni- frömuðurinn og milljarðamæringurinn Thomas kemur til sögunnar. Spider-Man: Into the Spider-Verse er stór- skemmtilegt hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man -myndumþarsem aðalsöguhetjan Miles Morales telur sig hinneinaogsannaköngulóarmann–en hefur auðvitað rangt fyrir sér. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teiknimynd ársins 2018. Stevie er 12 ára gamall strákur í Los Angeles sem fær mikinn áhuga á hjóla- brettaíþróttinni og kynnist í framhaldinu eldri strákum sem eru lengra komnir í henni en hann og leggja fyrir sig ýmsar áhættuþrautir. Mid90s er fyrsta mynd Jonah Hill sem leikstjóra og þykir hann fara afar vel af stað í því hlutverki. Tyler er 16 ára strákur sem býr ásamt fjölskyldusinni ísmábænumClovehitch, en sá skuggi hvílir yfir honum að fyrir tíu árum höfðu tíu konur, íbúar í bænum, verið kyrktar af óþekktum morðingja. Dag einn fær Tyler fulla ástæðu til að ætlaaðþessióþekktimorðingisémaður sem hann þekkir vel ... faðir hans! Þegar einn af vitringunum þremur hverfur sporlaust kemur það í hlut álfa- stelpunnar Snæfríðar að finna hann. Málin vandast verulega þegar fleiri persónur sem tengjast jólunum taka að hverfa og það verður ljóst að sjálf jólahátíðin er í hættu ... nema Snæfríði takist að handsama hinn seka! Nýjasta mynd Terrys Gilliam sem hefur gert nokkrar af bestu myndum sögunn- ar eins og Brazil , Time Bandits , Twelve Monkeys og The Fisher King . Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna sækir sagan í henni innblásturinn í hina frægu sögu Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes og er bráðskemmtileg frá upphafi til enda. Roy Cady er leigumorðingi sem hefur nýlega uppgötvað að hann er með ólæknandi krabbamein. Þegar hann kemst að því að auki að mafíuforinginn Stan hefur ákveðið að láta drepa hann eftir áralanga þjónustu snýst hann til varnar af öllum þeim mætti sem hann á eftir, staðráðinn í að hefna sín. Stu er sérlega kurteis, hæglátur og vand- virkurmaðursemereinkarumhugaðum að halda í fimm stjörnu-einkunnina sem hannhefuraflaðsérsem leigubílstjórihjá Uber. Þegar lögreglumaðurinn Vic tekur bíl hans á leigu ógnar hann um leið öllu því sem Stu er kærast og setur líf hans algjörlega úr skorðum. Yesterday fjallar um tónlistarmanninn Jack Malik sem er alveg að gefast upp á að hafa í sig og á með tónlist þegar hann verður kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er hann kominn inn í einhvers konar hliðarveröld þar sem Bítlarnir voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Segja má að þessi níunda og rómaða mynd Quentins Tarantino sé heil kvik- myndahátíð út af fyrir sig og um leið einstakur óður til kvikmyndalistarinnar, kryddaður húmor og miklu innsæi. Sagan í myndinni er skáldskapur en um leið sækir hún talsvert af efninu í sanna atburði og raunverulegar persónur. Elton John þarf engrar kynningar við enda hefur hann trónað á toppnum í popptónlistinni allar götur frá því hann sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu Your Song. En tónlistarsaga hans nær mun lengra aftur í tímann en það og í þessari mynd leikstjórans Dexters Fletcher er farið yfir feril hans frá byrjun. Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Það má honum að sjálfsögðu ekki takast! Beautiful Boy er gríðarlega vel gerð, vel leikin og áhrifarík mynd enda er sagan í henni eins sönn og kvikmyndasögur geta orðið. Hér segir frá Nic Sheff sem féll ungur að árum fyrir eiturlyfjum og um leið er þetta saga foreldra hans sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð en voru stað- ráðin í að gefast aldrei upp. Tarantino Gamanmynd Teiknimynd Teiknimynd Gamanmynd/hasar Ævintýri Sannsögulegt Ævintýri Teiknimynd Teiknimynd Tryllir Gamanmynd Spennumynd Spennumynd Sönn saga Gamandrama Drama Teiknimynd Teiknimynd Once Upon a Time ... in Holly... The Grinch Yesterday Hundur hennar hátignar Rocketman Aladdin Spider-Man: Into the Spi... UglyDolls Stuber Crawl The Hustle Galveston Að temja drekann sinn 3 Mid90s The Clovehitch Killer Snæfríður Snara bjargar jól ... The ManWho Killed Don ... Beautiful Boy Godzilla: King of the Monsters Hundurinn Max og öll gæludýrin sem hann þekkir fara sem fyrr á kostum í Leynilífigæludýra2 , en hún er frá Illumin- ationsemgerðim.a. Aulinnég -myndirnar. Sem fyrr skyggnumst við hér á bak við tjöldin í lífi gæludýra og fáum að sjá enn betur en síðast hvað þau taka sér fyrir hendur þegar eigendurnir sjá ekki til. Héraðið er nýjasta mynd Gríms Hákonar- sonar og gerist í litlu samfélagi þar sem við kynnumst Ingu kúabónda sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni og þeir eru fáir sem þora gegn því. Drama Teiknimynd Leynilíf gæludýra 2 Héraðið

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=