Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD

32 Myndir mánaðarins Tegund: Bílaleikur Kemur út á: PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark: 16+ Útgáfudagur: 8. nóvember Framleiðandi: EA Games Útgefandi: Sena Seðlarnir rúlla inn á daginn og eru lagðir undir á kvöldin í Need for Speed Heat , nýjasta leiknum í Need for Speed -seríunni. Hér er á ferðinni æsispennandi bílaleikur þar sem leikmenn þurfa að komast undan vel þjálfuðu lögregluliði. Á daginn keppa leikmenn í „Speedhunter Showdown“, keppni sem er leyfileg og gefur leikmönnum tækifæri til að vinna sér inn peninga til að uppfæra og breyta bílunum sínum. Þegar bílarnir eru klárir, þá er keyrt út í nóttina sem er full af ólöglegum keppnum þar sem meiri peningar eru lagðir undir og ávinningurinn er meiri. En það eru ekki bara ökumennirnir sem brjóta lögin á nóttinni, því þá fer lögreglan einnig óhefðbundnar leiðir og svífst einskis til að koma höndum yfir ökuníðingana. NFS Heat Tölvuleikir

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=