Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD

31 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Hasar- og ævintýraleikur Kemur út á: PS4 PEGI aldurstakmark: 18+ Útgáfudagur: 8. nóvember Framleiðandi: Sony Útgefandi: Sena Hér er á ferðinni glænýr leikur frá hinumvirta, margverðlaunaða og goðsagnakennda leikjahönnuði Hideo Kojima sem er hvað þekkt- astur fyrir Metal Gear Solid -leikina. Leikurinn brýtur að miklu leyti upp hefðbundið leikjaform og kemur eingöngu út á PlayStation 4. Leikmenn fara hér í hlutverk Sams Bridges sem þarf að berjast í gegnum risa- heim sem er uppfullur af grimmum kvikindum, en markmið hans er að bjarga mannkyninu frá útrýmingu og finna út hver leyndardómurinn er á bak við hið svokallaða „ Death Stranding “. Leikurinn er einstakur í gerð og útliti og með stórleikurum í aðalhlutverkum, þar á meðal þeim Norman Reedus, Mads Mikkelsen, Leu Seydoux, Margaret Qualley og Lindsay Wagner. Death Stranding

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=