Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Um leið og myndin Joker var frumsýnd og sló í gegn byrjuðu ferðamenn að flykkjast í Bronx-hverfið í New York til að sjá tröppurnar þar sem Jókerinn dansaði svo eftirminnilega. Charlize Theron, Nicole Kidman og Margot Robbie leika aðal- hlutverkin í Bombshell , nýjustu mynd leikstjórans Jays Roach. Sprengjan sem sprakk Bombshell er nýjasta mynd Jays Roach ( Austin Powers -myndirnar, Meet the Par- ents , Dinner for Schmucks , The Campaign , Trumbo ) og er gerð eftir handriti Óskars- verðlaunahafans Charles Randolph ( The Big Short ). Hún fjallar um þá sprengju sem sprakk þegar Gretchen Carlson, fyrr- verandi fréttaþulur hjá Fox News kærði stjórnarformann fyrirtækisins, Roger Ailes, fyrir kynferðisáreiti árið 2016 og sagðist hafa verið rekin úr starfi vegna þess að hún vildi ekki þýðast hann kynferðislega. Tveimur árum áður hafði rithöfundurinn Gabriel Sherman haldið því fram í bók sem hann gaf út að Roger hefði um árabil nýtt völd sín til að áreita konur og fá þær í rúmið með sér gegn loforðum um starfsframa og hærri laun. Þessu hafði Roger harðneitað, rétt eins og hann og lögmenn hans gerðu fyrst eftir að Gretchen kærði hann, þrátt fyrir vitnisburði sex kvenna sem Gabriel tefldi fram. En kæra Gretchen, sem Nicole Kidman leikur í Bombshell , varð til þess að enn fleiri konur stigu fram og höfðu sömu sögu að segja af framferði Rogers, þ. á m. fréttakonan Megyn Kelly sem leikin er af Charlize Theron. Margot Robbie leikur hins vegar skáldaða persónu sem í sögunni er nokkurs konar fulltrúi allra hinna kvenn- anna semRoger braut á í tíð sinni sem stjórnarformaður Fox News. Myndin verður frumsýnd fyrir áramót í Bandaríkjunum en fer svo í almenna dreifingu í byrjun janúar og er því spáð að hún muni hljóta margar tilnefningar til helstu kvikmyndaverðlauna ársins. Sjáumst í bíó! Þegar þetta blað kemur út í lok október er tiltölulega nýbúið að frumsýna þrjár síðustu myndirnar á dagskrá mánaðarins, þ.e. danska snilldardramað Dronningen , teiknimyndina um Addams- fjölskylduna furðulegu og svo Zombieland: Double Tap sem allt bendir til að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda enda þykir hún fantagóð, fyndin og skemmtileg. Hvort hún slái samt út myndirnar Maleficent og Joker í aðsókn skal ósagt látið en þær eru þegar þetta er skrifað aðsóknarmestu myndir októbermánaðar. Þess má geta til gamans að vinsældir Joker hafa orðið til þess að ferðamenn eru nú teknir að flykkjast á tökustaði myndarinnar í New York, sér í lagi til að skoða tröppurnar þar sem Arthur Fleck dansaði svo eftirminnilega í gervi Jókersins. Bætast þær 134 tröpp- ur í Bronx-hverfinu nú við fjölmarga aðra fjölfarna staði í NewYork sem kvikmyndaáhugafólk hefur gaman af að heimsækja eftir að hafa séð þá notaða í hinum ýmsu bíómyndum í gegnum árin. Hinar raunverulegu Gretchen Carlson og Megyn Kelly og á milli þeirra er sá sem allt snerist um, Roger Ailes, stjórnarformaður Fox News, en hann er leikinn af John Lithgow í myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=