Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 22. NÓVEMBER FRÁ FRAMLEIÐENDUNUM ANTHONY RUSSO OG JOE RUSSO MYNDIR MÁNAÐARINS 310. tbl. nóvember 2019 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 19.000 eintök Myndir mánaðarins Finndu þá geislasverðið og taktu þátt í leiknum! Vinningshafar í síðasta leik, finndu selinn: Lilja Marta Jökulsdóttir, Hlégerði 12, 200 Kópavogi Selma Margrét, Baugakór 19, 203 Kópavogi Anna Sigríður Sigurðardóttir, Haukalind 3, 201 Kópavogi Sindri Snær Ingimundarson, Hraunteig 20, 105 Reykjavík Árni Steingrímsson, Sóleyjarima 7, 112 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna agnarlítið geislasverð sem einhver hefur gleymt inni á einni síðunni hér bíómegin í blaðinu og lítur alveg eins út og þetta: Ef þú finnur sverðið og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur svarið með skilaboðum , þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem sverðið er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. nóvember . Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa birt í næsta tölublaði sem kemur út í lok nóvember. Kvikmyndaveisla í nóvember Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan og þegar blaðinu er flett áfram verður enginn skortur á nýjum og áhugaverðum bíó- myndum í kvikmyndahúsum landsins í nóvember og í raun rekur hver gæðamyndin aðra frá byrjun mánaðarins til enda. Um leið er úrvalið úr öllum áttumþannig að sem fyrr ætti allt kvikmynda- áhugafólk að sjá hér mynd eða myndir við sitt hæfi. Og eins og alltaf hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á VOD- útgáfuna sem finna má hinum megin í blaðinu auk kynningar á fjórum nýjum og mjög áhugaverðum tölvuleikjum. 1. nóv. Terminator: Dark Fate Bls. 14 1. nóv. Motherless Brooklyn Bls. 16 8. nóv. Hrúturinn Hreinn: Rollurök Bls. 17 8. nóv. Last Christmas Bls. 18 8. nóv. Doctor Sleep Bls. 20 15. nóv. Ford v Ferrari Bls. 22 15. nóv. Midway Bls. 24 20. nóv. Bergmál Bls. 25 22. nóv. Frozen II Bls. 26 22. nóv. 21 Bridges Bls. 28 29. nóv. Den tid på året Bls. 29 29. nóv. The Good Liar Bls. 30 29. nóv. Countdown Bls. 31 Nóvemberdagskrá bíóhúsanna:

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=