Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan

32 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Skotleikur Kemur út á: PS4 PEGI aldurstakmark: 16+ Útgáfudagur: 15. október Framleiðandi: GameMill Útgefandi: Sena Zombieland: Double Tap – Road Trip Zombieland: Double Tap – Road Trip kemur út í tengslum við nýju Zombie- land -myndina, en leikurinn inniheldur sinn eigin söguþráð sem gerist í kringum þá atburði sem eiga sér stað í báðum Zombieland -myndunum. Leikmenn stýra hér hinum skemmtilegu persónum úr myndunum og þurfa að ganga frá uppvakningumsemþvælast umallt. Hér er á ferðinni þrælskemmtileg- ur skotleikur þar sem leikmenn eru m.a. verðlaunaðir fyrir „uppvakningadráp vikunnar“ ... og reglurnar sem koma fyrir í myndunum skipta máli. Tegund: Slagsmálaleikur Kemur út á: PS4 PEGI aldurstakmark: 16+ Útgáfudagur: 22. október Framleiðandi: 2K Sports Útgefandi: Sena WWE 2K20 Þetta árið er WWE 2K -serían endurgerð frá grunni, en nýir framleiðendur hafa nú tekið við hönnun leiksins og gjörbreytt honum á margan hátt. Grafíkin er mun betri en áður og hefur spilunin verið gerð einfaldari að læra en kannski dálítið erfiðari að ná alvöru tökum á. Leikurinn inniheldur fjölmarga mismunandi spilunarmöguleika og er konum gert hærra undir höfði í þetta sinn, enda verður hlutur þeirra vinsælli með degi hverjum í þessari íþrótt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=