Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

30 Myndir mánaðarins Zombieland: Double Tap Ekkert elsku mamma ... Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Emma Stone, Jesse Eisenberg, Zoey Deutch, Abigail Breslin, Rosario Dawson, Thomas Middleditch, Luke Wilson, Bill Murray og Dan Aykroyd Leikstjórn: Ruben Fleischer Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri 93 mín Frumsýnd 25. október l Zombieland (2009) var fyrsta mynd Rubens Fleischer í fullri lengd og þótti algjörlega frábært byrjandaverk enda vann hún til fjölda verðlauna og það skemmdi auðvitað ekki fyrir að handrit hennar, sem var skrifað af Rhett Reese og Paul Wernick, var einstaklega hnyttið og skemmtilegt. Þessir þrír snúa allir aftur í Zombieland: Double Tap ásamt leikurunumfjórumsem fórumeð aðalhlutverkin. l Þeir Dan Aykroyd og Bill Murray leika sjálfa sig í myndinni, eða kannski réttara sagt, verulega ýktar útgáfur af sjálfum sér. l Í tilefni af frumsýningu Zombieland: Double Tap verður fyrri myndin gefin út á VOD-leigunum 10. október. Sjá hinum megin í blaðinu auk þess sem við kynnum í tölvuleikjahlutanum nýjan Zombie- land -leik sem er byggður á efni beggja Zombieland -myndanna. Það eru liðin slétt tíu ár frá því að við hittum og kynntumst þeim Columbus og Tallahassee og systrunum Wichita og Little Rock sem voru ein af fáum sem lifað höfðu af skæða plágu í Bandaríkjunum sem breytti meirihluta landsmanna í blóðþyrsta uppvakninga. Hvað ætli þau séu að gera núna? Aðdáendur Zombieland -myndarinnar frá árinu 2009 þurfa örugg- lega enga hvatningu til að sjá þessa enda var sú fyrri einstaklega frumleg og fyndin en um leið hrífandi saga af rómantík og fjöl- skylduböndum. Það hlakka því sennilega margir til að sjá hvað á daga fjórmenninganna hefur drifið síðan og hvað þau eru að gera núna og því er hér með lofað að sú saga kemur skemmtilega á óvart! Þau Abigail Breslin, Emma Stone, Woody Harrelson og Jesse Eisen- berg snúa öll aftur úr fyrri myndinni sem þau Little Rock, Wichita, Tallahassee og Columbus, en eru að sjálfsögðu tíu árum eldri. Zombieland: Double Tap Uppvakningagrín Punktar .................................................... Rosario Dawson leikur eina af nýjum persónum Zombieland -sög- unnar, bareigandann Nevada sem lætur ekki bjóða sér neitt bull. La La Land. Veistu svarið? Emma Stone var tiltölulega lítt þekkt leikkona þegar hún lék í Zombieland árið 2008 enda átti húnþá aðeins þriggja ára leikferil að baki og lítil hlutverk. Síðan þá hefur hún þrisvar verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og hlotið þau einu sinni. Fyrir leik í hvaða mynd?

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=