Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

29 Myndir mánaðarins Addams-fjölskyldan Íslensk talsetning: Valur Freyr Einarsson, Esther Talia Casey, Þórunn Lárusdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Lúkas Emil Johansen, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hanna María Karlsdóttir, o.fl. Þýðing: Haraldur Jóhannsson Leikstjórn: Orri Huginn Ágústsson Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Álfabakka og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 25. október Addams-fjölskyldan Fjölskylduskemmtun 105 mín Og þú sem hélst að þín fjölskylda væri skrítin l Segja má að hér snúi Addams-fjölskyldan aftur til upprunans því útlit persónanna og umhverfi þeirra er fyrst og fremst byggt á upphaflegu teiknimyndaseríunni eftir Charles Samuel Addams sem birtist fyrst í dagblaðinu The New Yorker árið 1938. Um leið er þetta í fyrsta sinn sem teiknimynd í fullri lengd er gerð umAddams- fjölskylduna því eins og menn muna voru 1991- og 1993-myndirn- ar, The Addams Family og Addams Family Values , leiknar myndir. l Hermt er að fyrirmyndir Charles Addams að þeimGomez ogMort- icu Addams hafi verið leikararnir Peter Lorre og Gloria Swanson. l Myndin verður sýnd bæði með íslenskri og enskri talsetningu en í ensku útgáfunni eru það þau Oscar Isaac, Charlize Theron, Chloë Grace Moretz, Finn Wolfhard, Nick Kroll, Snoop Dogg, Bette Midler, Allison Janney, Martin Short, Pom Klementieff, Elsie Fisher, Maggie Wheeler og Catherine O’Hara sem tala fyrir helstu persónurnar. l Fyrir utan hið hefðbundna og þekkta fjölskyldustef Addams-fjöl- skyldunnar inniheldur myndin fullt af flottri tónlist eftir Jeff og Mychael Danna, og m.a. lögin Haunted Heart með Christinu Aguil- era og My Family með Migos, Karol G, Rock Mafia og Snoop Dogg. Heimsins furðulegasta fjölskylda, Addams-fjölskyldan, hefur nýverið flutt sig um set og hreiðrað um sig í gömlu húsi í New Jersey þar sem krakkarnir, Wednesday og Pugsley, þurfa nú að ganga menntaveginn eins og önnur börn. Ekki líður á löngu uns þessi sérstaka fjölskylda er búin að gera allt vit- laust á svæðinu án þess þó að gera sér grein fyrir út af hverju! Hin vægast sagt sérstaka og algjörlega ódrepandi Addams-fjöl- skylda mætir aftur í bíó 25. október eftir 26 ára hlé, í þetta sinn í formi teiknimyndar þar sem hinn upprunalegi, og oft og tíðum bleksvarti húmor höfundarins, Charles Addams, sem var einmitt fæddur og uppalinn í Jersey, er í heiðri hafður frá upphafi til enda ... Punktar .................................................... Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=