Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

28 Myndir mánaðarins Dronningen Hið ranga verður aldrei rétt Aðalhlutverk: Trine Dyrholm, Gustav Lindh, Magnus Krepper, Liv Esmår Dannemann, Silja Esmår Dannemann, Stine Gyldenkerne og Preben Kristensen Leikstjórn: May el-Toukhy Bíó: Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 127 mín Frumsýnd 25. október l Dronningen hefur verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og hlotið frábærar viðtökur jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Hún hefur einnig hlotið fjölmörg verðlaun, t.d.World Cinema-verðlaunin á Sundance-hátíðinni sem besta myndin auk tilnefningar til dóm- nefndarverðlaunanna í sama flokki og fyrstu verðlaun á Gautaborg- arhátíðinni sem besta norræna myndin, bæði hjá dómnefnd og hjá áhorfendum. Þess utan hafa þau Trine Dyrholm og Gustav Lindh hlotið ómælt lof fyrir frábæran leik. Ef eitthvað réttlæti væri í heim- inum ættu þau í raun bæði skilið tilnefningu til Óskarsverðlauna og myndin sjálf tilnefningu sem besta erlenda mynd ársins. l Við viljumað sjálfsögðu hvetja kvikmyndaáhugafólk til að sjá þessa mynd í bíó og lofum því að enginn kemur ósnortinn út af henni. Anne er virtur og vel metinn lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum sem varða misnotkun á börnum. Í einkalífinu hefur henni einnig gengið vel og eiga hún og eiginmaður hennar, Peter, tvær dætur. Þegar Gustav, sonur Peters úr fyrra sambandi, flytur inn á heimilið stofnar hún til forboðins sambands við hann og leggur um leið allt sitt undir, bæði starfsheiður sinn og einkalíf ... með hrikalegum afleiðingum. Hér er á ferðinni algjörlega mögnuð og gríðarlega áhrifarík mynd eftir May el-Toukhy sem skrifaði einnig handritið ásamt Maren Louise Käehne. Við fylgjumst hér með hvernig Anne lætur alla skynsemi lönd og leið í sambandi sínu við stjúpsoninn og síðan til hvaða ráða hún grípur þegar upp um samband þeirra kemst ... Trine Dyrholm leikur lögfræðinginn Anne sem leggur allt sitt undir þegar hún byrjar í glórulausu ástarsambandi við stjúpson sinn. Dronningen Drama Punktar .................................................... Magnus Krepper leikur eiginmann Anne sem grunar auðvitað ekki upp á hverju hún tekur þegar sonur hans flytur inn á heimilið. Hævnen. Veistu svarið? Það verður vart tölu komið á verðlaunin sem Trine Dyrholm hefur hlotið og má nefna að hún hefur verið tilnefnd 28 sinnum til Bodil- og Robert-verðlaunanna og hlotið þau fjórtán sinnum. En í hvaða Óskars- og Golden Globe-verðlaunamynd lék hún árið 2010? Gustav Lindh leikur stjúpsoninn Gustav og þykir eins og Trine Dyrholm stórkostlegur í hlutverkinu, svo og samleikur þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=