Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó

31 Myndir mánaðarins Ad Astra Leitin að svörunum Aðalhlutverk: Brad Pitt, Liv Tyler, Tommy Lee Jones, Ruth Negga, Donald Sutherland, Anne McDaniels, John Ortiz, Loren Dean, Kimberly Elise og Lisa Gay Hamilton Leikstjórn: James Gray Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Egilshöll og Álfabakka, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Króksbíó 124 mín Frumsýnd 27. september l Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, James Gray, á að baki margar gæðamyndir eins og Little Odessa , The Yards , We Own the Night , Two Lovers , The Immigrant og The Lost City of Z . Hann og Brad Pitt hafa verið góðir vinir lengi og upphaflega stóð til að Brad myndi fara með aðalhlutverkið í síðastnefndu myndinni, The Lost City of Z , en af því varð ekki vegna annarra skuldbindinga og Charlie Hunnam kom í hans stað. Brad var hins vegar einn af framleiðendum þeirrar myndar. l Heiti myndarinnar, Ad Astra , er latneska og þýðir„til stjarnanna“. Geimfarinn Roy McBride ferðast út að ystu mörkum sólkerfis- ins í leit að föður sínum sem hvarf í samskonar ferð nokkrum árum fyrr en gæti samt enn verið á lífi. Um leið reynir Roy að leysa ógnvekjandi gátu sem snertir framtíð alls lífs á Jörðu. Það bíða sjálfsagt margir eftir að sjá og upplifa þessa vísindaskáld- sögu leikstjórans og handritshöfundarins James Gray, en hann hefur sjálfur lýst sögunni sem blöndu af Apocalypse Now og 2001: A Space Odyssey . Það ætti að segja kvikmyndaáhugafólki ýmislegt en ekki of mikið enda hefur áhersla í kynningarefni myndarinnar verið lögð á að gefa helst ekki meiri upplýsingar um söguna en kemur fram í inngangstextanumhér fyrir ofan. Það er auðvitað bara jákvætt enda alltaf skemmtilegast þegar sögur koma manni á óvart og þar sem James Gray er þekktur fyrir sín vönduðu vinnubrögð má ætla að Ad Astra eigi eftir að gera það gott hjá aðdáendum vísindaskáldsagna. Brad Pitt leikur geimfarann Roy McBride sem ferðast út í ystu mörk sólkerfisins eins og faðir hans hafði gert en síðan horfið sporlaust. Ad Astra Vísindaskáldsaga Punktar .................................................... Clint Eastwood. Veistu svarið? Þeir Tommy Lee Jones og Donald Sutherland leika veigamikil aukahlutverk í Ad Astra og er þetta í þriðja sinn sem þeir leika í sömu myndinni. Sú fyrsta var JFK eftir Oliver Stone árið 1991 og önnur var Space Cowboys árið 2000. Hver leikstýrði henni? Leikstjóri Ad Astra , James Gray, hefur sagt í viðtölum að myndin inni- haldi raunverulegustu geimferðasenur sem festar hafa verið á filmu. Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=