Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó

26 Myndir mánaðarins Fast & Furious: Hobbs & Shaw Ekkert gefið eftir ... Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Jason Statham, Idris Elba, Vanessa Kirby, Helen Mirren, Eddie Marsan, Eiza González, Teresa Mahoney og Cliff Curtis Leikstjórn: David Leitch Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri 129 mín Frumsýnd 31. júlí Tveimur árum eftir atburðina í The Fate of the Furious þurfa erkióvinirnir Luke Hobbs og Deckard Shaw að leggja persónu- lega óvild sína hvors í annars garð til hliðar og snúa þess í stað bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin þeirra, og reyndar alls mannkyns, hinn gríðarlega öfluga Brixton Lore. Það leikur enginn vafi á að þessi „hliðarmynd“ í Fast & Furious -serí- unni mun gera það gott í kvikmyndahúsum en hún verður heims- frumsýnd á Íslandi 31. júlí. Hér eiga sviðið þeir Luke Hobbs og Deck- ard Shaw sem eru sannarlega engir vinir eftir sín fyrri viðskipti en auk þess kynnumst við nú systur Deckhards, Hattie, sem er heldur ekkert lamb að leika sér við, og bræðrum Lukes sem einnig eru hver öðrum öflugri. Saman leggur þessi vaski hópur til atlögu við hinn genabreytta Brixton Lore sem er ekki bara öflugur og snjall heldur ræður yfir her hryðjuverkamanna. Búið ykkur undir hasar og grín eins og það gerist best og áhættuatriði sem taka öllum öðrum fram! Fast & Furious: Hobbs & Shaw Gaman / Hasar The Crown. Veistu svarið? Vanessa Kirby, sem leikur Hattie, systur Deckards Shaw, hefur leikið í nokkrum þekktum myndum en er fyrst og fremst þekkt sem sviðsleikkona og fyrir leik í þekktum sjónvarpsþáttum sem öfluðu henni bresku BAFTA-verðlaunanna í fyrra. Hvaða þáttum? l Leikstjóri myndarinnar er David Leitch sem var m.a. meðleikstjóri fyrstu John Wick -myndarinnar og leikstýrði síðan Atomic Blonde og Deadpool 2 . Handritshöfundur er hins vegar Chris Morgan sem skrifað hefur handrit allra Fast & Furious -myndanna frá og með Tokyo Drift árið 2006 og skrifar einnig handrit níundumyndarinnar sem frumsýnd verður næsta sumar, en hún er í leikstjórn Justins Lin. Aðaltöffararnir þrír í Hobbs & Shaw : Jason Statham sem leikur fyrrverandi sérsveitarmanninn og nú málaliðann Deckard Shaw, Dwayne Johnson sem leikur alríkislögreglumanninn Luke Hobbs og Idris Elba sem leikur fyrrverandi MI6-njósnarann Brixton Lore sem nú er leiðtogi hryðjuverkamanna og er á höttunum eftir banvænni veiru sem getur þurrkað út allt mannkynið eins og það leggur sig. Punktar .................................................... Það er óhætt að fullyrða að þeir Hobbs og Shaw eigi eftir að sjá það svart í baráttunni við Brixton Lore sem ræður yfir ofurkröftum. Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=