Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó

28 Myndir mánaðarins Yesterday Hefurðu heyrt um Bítlana? Aðalhlutverk: Himesh Patel, Lily James, Kate McKinnon, Ana de Armas, James Corden, Ed Sheeran, Lamorne Morris og Sophia Di Martino Leikstjórn: Danny Boyle Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Kringlunni og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri 112 mín Frumsýnd 26. júní l Ed Sheeran leikur sjálfan sig í Yesterday , en hermt er að hann hafi einnig átt stóran þátt í fjölbreyttu lagavali myndarinnar auk þess að semja dálítið af tónlistinni í henni. Ed hefur látið hafa það eftir sér að hans eigin lagasmíðar séu að stóru leyti inn- blásnar af lagasmíðum Bítlanna. Yesterday fjallar um tónlistarmanninn Jack Malik sem er alveg að gefast upp á að hafa í sig og ámeð tónlist þegar hann verður kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er hannkominn inn í einhverskonarhliðarveröldþar semBítlarnir voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Yesterday er nýjasta mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Dannys Boyle og er gerð eftir handriti Richards Curtis sem m.a. á að baki handrit og leikstjórn myndanna Love Actually , The Boat That Rocked og About Time auk þess sem hann skrifaði handritin að rómantísku gamanmyndunum Four Weddings and a Funeral og Notting Hill . Þótt Jack reyni til að byrjameð að segja fólki að lög eins og Yesterday og I Want to Hold Your Hand séu eftir Bítlana en ekki hann þá þýðir það ekki neitt því um þá hefur enginn heyrt áður og því síður heyrt þessi lög. Þetta leiðir fljótlega til þess að Jack verður heimsfrægur og eftirsóttur, bæði af aðdáendum og tónlistarútgefendum. En frægð- inni fylgir auðvitað falskur tónn sem Jack getur ómögulega hrist úr minni sér – en hvað getur hann gert þegar enginn trúir honum? Það er breski leikarinn Himesh Patel sem leikur hér Jack Malik í sinni fyrstu bíómynd en hann er þekktur fyrir leik í ýmsum breskum sjón- varpsmyndum og þáttum, m.a. sem Tamwar Masood í Eastenders . Yesterday Rómantík / Tónlist / Gamanmynd Punktar .................................................... Slumdog Millionaire. Veistu svarið? Leikstjórinn Danny Boyle á fjölbreyttan feril að baki enda hafa verkefni hans spannað allt frá æsilegum hrollvekjumupp í léttar, rómantískar gamanmyndir eins og Yesterday . En fyrir leikstjórn hvaða myndar hlaut hann Óskarsverðlaunin árið 2009? Lily James leikur kennarann Ellie sem hefur lengi verið skotin í Jack en glímir við að hann hefur eiginlega aldrei fattað það. Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=