Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan

39 Myndir mánaðarins Þessi mynd var tekin sirka 1999 þegar þessi ungi maður var nýgenginn til liðs við Baywatch- teymið í samnefndri sjónvarpsseríu, löngu áður en hann varð heimsþekktur. Hver er þetta? Hint: Það er ný mynd af honum á bls. 28. Við reiknum ekki með að margir lesendur kannist enn sem komið er við þessa leikkonu en hún heitir Yara Shahidi og hefur ástæðu til að brosa því fyrsta bíómyndin með henni í aðalhlutverki verður frumsýnd í júní. Myndasyrpa í lokin Kurt Russell hló dátt við upphaf TCM Classic kvikmyndahátíðarinnar í Los Angeles 11. apríl., þar sem hann var einn af heiðursgestunum. Við sjáum hann næst í mynd Quentins Taran- tino, Once Upon a Time in Hollywood . Þessi mynd og fleiri slíkar af Jude Law vöktu mikla athygli í apríl, en hann er hér að leika í nýrri þáttaröð um bandaríska páfann Lenny Belardo eins og hann gerði árið 2016 í The Young Pope . Í þetta sinn munu þættirnir heita The New Pope . Þetta eru leikkonurnar eldhressu, Kaitlyn Dever og Beanie Feldstein, en þær leika aðalhlutverkin í myndinni Booksmart sem frumsýnd verður 31. maí og þú getur lesið nánar ummeð því að fletta á næstu síðu og snúa blaðinu við. Í tilefni af 30 ára afmæli myndarinnar When Harry Met Sally mættu aðalleikararnir, Meg Ryan og Billy Crystal, á sérstaka hátíðarsýningu á henni við upphaf TCM Classic kvikmynda- hátíðarinnar í Los Angeles 11. apríl.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=