Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó

32 Myndir mánaðarins Godzilla: King of the Monsters Þetta eru engin gæludýr Aðalhlutverk: Vera Farmiga, Millie Bobby Brown, Kyle Chandler, Bradley Whitford, Sally Hawkins, Charles Dance, O’Shea Jackson Jr., David Strathairn, Ken Watanabe og Zhang Ziyi Leikstjórn: Michael Dougherty Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó, Króksbíó 132 mín Frumsýnd 29. maí l Godzilla: Kingof theMonsters er fyrsta bíómyndin semhin fimmtán ára gamla Millie Bobby Brown leikur í en hún vann til ótal verð- launa og hlaut m.a. tvær Emmy-tilnefningar fyrir leik sinn í sjón- varpsseríunni Stranger Things og er almennt talin ein efnilegasta leikkona Bandaríkjanna nú um stundir þótt Bretar telji sig eiga alveg jafnmikið í henni þar sem báðir foreldrar hennar eru Bretar. Þess má geta til gamans að Millie er yngsta konan sem komist hefur inn á topp 100-lista Time-tímaritsins yfir áhrifamesta fólkið í Bandaríkjunum, en inn á þann lista fór hún í apríl í fyrra. Godzilla: King of the Monsters er óbeint framhald myndarinn- ar Godzilla sem var frumsýnd sumarið 2014 og halaði inn um 530milljónir dollara í kvikmyndahúsum. Hér heldurævintýrið áfram og í þetta sinn þarf Godzilla m.a. að takast á við hið þríhöfða skrímsli Ghidorah sem ætlar sér alheimsyfirráð, en í þeim hrikalegu átökummá mannfólkið síns lítils – eða hvað? Þeir sem sáu 2014-myndina um Godzillu ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa sem er jafnframt þriðja myndin í hinum svokallaða MonsterVerse -myndaflokki en til hans telst einnig myndin Kong: Skull Island sem var frumsýnd sumarið 2017. Um leið er Godzilla: King of the Monsters undanfari fjórðu myndarinnar, Godzilla vs. Kong , sem verður frumsýnd að ári liðnu. Fyrir utan Godzillu koma hér við sögu ýmis önnur skrímsli sem tilheyra sögunni um hana, svo sem Mothra og Rodan ásamt þrí- höfðanumGhidorah sem eirir engu sem í vegi hans stendur. Í gang fer hrikaleg barátta, annars vegar á milli skrímslanna og hins vegar á milli manna sem hafa mismunandi sýn á hvernig höndla eigi ástandið – og um leið á stefnuna sem framtíð mannkynsins tekur ... Millie Bobby Brown og Vera Farmiga leika mæðgurnar Madison og Emmu, en Emma hefur fundið upp tækni sem gerir henni kleyft að ná sambandi við skrímslin ógurlegu. Vegna þeirrar vitneskju er þeim mæðgum rænt af fólki sem vill stjórna skrímslunum í eigin þágu. Godzilla: King of the Monsters Ævintýri / Hasar Punktar .................................................... The Shape of Water og Blue Jasmine. Veistu svarið? Á meðal persónanna sem snúa aftur í þessari mynd úr 2014-myndinni er vísindakonan Vivienne Graham sem breska leikkonan Sally Hawkins leikur á ný, en Sally hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fyrir leik í hvaða myndum? Hið ægilega þríhöfða skrímsli Ghidorah, sem er erkióvinur Godzillu og hennar langsterkasti mótherji, kemur mikið við sögu í myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=