Myndir mánaðarins, mars 2019 - Bíó

23 Myndir mánaðarins Dragged Across Concrete Stigið yfir línuna Aðalhlutverk: Mel Gibson, Vince Vaughn, Jennifer Carpenter, Laurie Holden, Don Johnson, Tori Kittles, Michael Jai White, Thomas Kretschmann og Udo Kier Leikstjórn: S. Craig Zahler Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Selfossbíó 159 mín Frumsýnd 29. mars Þegar lögreglumennirnir Brett Ridgeman og Anthony Luras- etti (Mel Gibson og Vince Vaughn) eru sendir í sex mánaða launalaust „leyfi“ fyrir að hafa gengið fullharkalega fram við síðustu handtöku ákveða þeir að gerast sjálfir ræningjar, enda hafa þeir bæði kunnáttuna og þekkinguna sem til þarf! Dragged Across Concrete er þriðja mynd leikstjórans og handritshöf- undarins S. Craigs Zahler en þær fyrri voru hinar fantagóðu Bone Tomahawk og Brawl in Cell Block 99 . Hér segir hann okkur magnaða sögu af tveimur lögreglumönnum í ónefndri borg sem lenda í mikl- um fjölmiðlastormi með tilheyrandi samfélagsmiðlaumræðu þegar myndband af síðustu handtöku þeirra fer á flug, en það þykir sýna þá sem algera fanta. Í kjölfarið eru þeir sendir í launalaust leyfi en á því hafa þeir engin efni, sérstaklega ekki sá eldri þeirra, Brett. Hann ákveður því að nýta sér þekkingu sína á undirheimunum til að kom- ast yfir góss glæpamanna og svo fer að sá yngri, Anthony, gengur í lið með honum. Hvorugur gerir sér grein fyrir afleiðingunum ... Dragged Across Concrete Glæpasaga / Spenna / Hasar Dexter. Veistu svarið? Jennifer Carpenter sem fer með annað aðal- kvenhlutverkið í myndinni á móti Laurie Holden ermörgumaðgóðu kunn en segjamá aðhúnhafi fyrst slegið í gegn í vinsælum sjónvarpsþáttum sem hófu göngu sína árið 2006. Hvaða þáttum? l Þeir Mel Gibson og Vince Vaughn unnu eins og kunnugt er saman við gerð myndarinnar Hacksaw Ridge og það var við það tækifæri sem Vince sýndi Mel handritið að Dragged Across Concrete . Vince, sem hafði síðast leikið aðalhlutverkið í mynd S. Craigs Zahler, Brawl in Cell Block 99, hafði þá þegar tekið að sér hlutverk Anthonys í þessari mynd og segir sagan að Mel hafi hrifist mjög af handritinu og ákveðið strax að taka að sér hlutverk hins reynda Bretts á móti honum. Þess má og geta að þau Jennifer Carpenter, Don Johnson og Udo Kier sem leika í Dragged Across Concrete léku einnig öll stór hlutverk í Brawl inCell Block 99 og að annar mannskapur semkomað gerð þeirrar myndar er einnig nánast sá sami og gerir þessa mynd. Lögreglumennirnir Anthony og Brett, sem eru leiknir af Vince Vaughn og Mel Gibson, ákveða að snúa við blaðinu þegar þeir eru sendir í launalaust leyfi og nýta sérfræðiþekkingu sína í eigin ágóðaskyni. Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=