Myndir mánaðarins, desember 2018 - Leigan

41 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Hasarleikur Kemur út á: PC, PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark: 18+ Útgáfudagur: 4. desember Framleiðandi: Square-Enix Útgefandi: Sena Í Just Cause 4 er tekið næsta skref í gerð leikja með opinni veröld. Það er nánast hægt að rústa öllu í þessum risastóra heimi og ögra þyngdaraflinu á fjölmarga vegu, auk þess sem núna eru kynntir til sögunnar fellibyljir og önnur náttúruöfl. Leikurinn gerist í landi í Suður-Ameríku sem heitir Solis og er því skipt niður í fjögur svæði sem samanstanda af regnskógum, graslendi, fjalllendi og eyði- mörk. Hvert svæði hefur sitt eigið veðurkerfi og því er mikill munur á milli svæða. Leikurinn keyrir á glænýrri grafíkvél sem óhætt er að segja að taki allt skrefinu lengra en við eigum að venjast úr fyrri leikjum seríunnar. Just Cause 4 Leikurinn inniheldur m.a.: l Breytilegt veðurfar: Veðrið spilar stórt hlut- verk í Just Cause 4 og geta leikmenn nýtt það sér í vil í bardögum við óvini leiksins eða til að leysa önnur verkefni. l Risastóra veröld: Landsvæði leiksins spannar meira en 100 ferkílómetra og er hann því einn stærsti leikvöllur sem boðið hefur verið upp á. l Spilaðu eins og þú vilt: Leikurinn er alger- lega opinn og það er 100% í höndum hvers og eins að finna út úr verkefnum hans. l Farartæki og vopn: Leikurinn inniheldur fjöl- mörg farartæki og fjölbreytt vopnabúr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=