Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó

29 Myndir mánaðarins Hunter Killer Hugrekki er ekki nóg Aðalhlutverk: Gerard Butler, Gary Oldman, Common, Zane Holtz, Caroline Goodall, Alexander Diachenko, Michael Nyqvist, Ilia Volok og Mikhail Gorevoy Leikstjórn: Donovan Marsh Bíó: Sambióin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 121 mín Frumsýnd 26. október l Hunter Killer er byggð á bókinni Firing Point sem kom út árið 2012 og er eftir þá George Wallace og Don Keith, en sá fyrrnefndi er fyrrverandi yfirmaður í kafbátaflota bandaríska hersins og sá síðarnefndi sérfræðingur í kafbátasögunni. Í myndinni var því mikil áhersla lögðáaðsviðsmyndogallur aðbúnaður um borð í kafbátnum sem sagan gerist í að hluta sé nákvæmur, þótt sagan sé að öðru leyti skáldskapur. Þegar rússneskur hershöfðingi gerir uppreisn, fangar forseta Rússlands oggerir tilraun til að komaþriðjuheimsstyrjöldinni af stað og endurreisa um leið gömlu Sovétríkin, þurfa Banda- rísk stjórnvöld að bregðast skjótt við ef ekki á illa að fara. Spennu- og hasarmyndin Hunter Killer eftir leikstjórann Donovan Marsh ( Spud ) lofar góðu ef marka má hörkugóðar stiklurnar, en á bak við gerð hennar stendur sama framleiðsluteymi og gerði t.d. Fast and Furious og London Has Fallen . Gerard Butler leikur hér kafbátaskipstjórann Joe Glass sem ásamt áhöfn sinni stendur skyndilega frammi fyrir vá sem gæti hæglega hrundið af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Til að eiga möguleika á að koma í veg fyrir það verður Joe að hætta bæði sér og mönnum sínum inn á rússneskt yfirráðasvæði í tilraun til að frelsa rússneska forsetann úr klóm uppreisnarmanna. Eins og gefur að skilja er slík aðgerð enginn hægðarleikur, jafnvel þótt hugrekkið sé til staðar ... Gerard Butler leikur kafbátaforingjann Joe Glass sem fær það lífshættu- lega verkefni að frelsa rússneska forsetann úr klóm uppreisnarmanna. Spenna / Hasar Punktar .................................................... Den of Thieves. Veistu svarið? Gerad Butler hefur verið duglegur á undan- förnum árum við framleiðslu og leik í kvik- myndum og það er ekki lengra síðan en í janúar sem síðasta myndin með honum í aðalhlutverki var fumsýnd. Hvað heitir hún? Sænski leikarinn Michael Nyqvist leikur rússneska kafbátaforingjann Andropov, en Hunter Killer varð síðasta myndin sem Michael lék í. Hunter Killer Gary Oldman leikur aðmírálinn Charles Donnegan sem stendur eins og öll stjórn hersins frammi fyrir erfiðum ákvörðunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=