Myndir mánaðarins, september 2018 - Bíó

26 Myndir mánaðarins Night School Það er leikur að læra Aðalhlutverk: Kevin Hart, Tiffany Haddish, Keith David, Ben Schwartz, Anne Winters, Rob Riggle, Taran Killam og Megalyn Echikunwoke Leikstjórn: Malcolm D. Lee Bíó: Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Keflavík og Borgarbíó Akureyri 111 mín Chocolate Droppa. Frumsýnd 28. september l Kevin Hart er sjálfur aðalframleiðandi myndarinnar og á einnig stóran þátt í handritsskrifunum. Um leið er þetta fyrsta bíómyndin semhann framleiðir og einnig fyrsta bíóhandritið semhann skrifar. l Leikstjóri myndarinnar, MalcolmD. Lee, á margar vinsælar myndir að baki og má þar nefna The Best Man , Undercover Brother , Soul Man , The Best Man Holiday og Girls Trip sem var frumsýnd í fyrra. l Þess má geta að þau Kevin Hart og Tiffany Haddish sem leika aðalhlutverkin hafa verið miklir vinir allt frá því að þau hittust sem uppistandarar árið 2005 hjá Comedy Central-sjónvarpsstöðinni. Teddy Walker er sölumaður af guðs náð en á við þann vanda að stríða að hann hætti í framhaldsskóla á sínum tíma og tók aldrei lokaprófið. Af þeim sökum getur hann ekki fengið starf þar sem launin eru nógu mikil til að hann geti stofnað fjöl- skyldu með sinni heittelskuðu Lisu. Og hvað gera menn þá? Jú ... menn fara auðvitað í kvöldskóla og freista þess að ná prófinu þótt seint sé. Vandamálið í tilfelli Teddys er hins vegar að hann þjá- ist af öllu því sem kemur í veg fyrir að hann geti lært, þ. á m. bæði les- og skrifblindu auk þess semhann er hræddur við tölur og getur ekki leyst einföldustu stærðfræðidæmi. Honum til happs er að kennarinn hans í kvöldskólanum, Carrie, er ekkert blávatn og sættir sig ekki við annað en að nemendur hennar nái tilskildum árangri ... Hinn skemmtilegi Kevin Hart leikur Teddy Walker sem þarf nauðsyn- lega að ná framhaldsskólaprófi svo hann geti fengið vinnu hjá fjár- málafyrirtæki. Vandamálið er að hann virðist ekki geta lært neitt. Það slær margoft í brýnu á milli kennarans Carrie og Teddys enda sættir hún sig ekki við annað en að hann nái tilskildum prófum. Night School Tiffany Haddish leikur kennarann Carrie sem er síður en svo tilbúin til að láta nemendur sína komast upp með eitthvert múður. Veistu svarið? Kevin Hart skóp sér fyrst nafn í skemmtanabrans- anumþegar hann sló í gegn semuppistandsgrínari í grínklúbbum New York upp úr aldamótunum. Þá komhann oft framundir listamannsheiti semhann notar þó sjaldan núorðið. Veistu hvað það er? Gamanmynd Punktar .................................................... ekki

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=