Myndir mánaðarins, júlí 2018

33 Myndir mánaðarins Tölvuleikir En hvernig sem leikmaður kýs að spila sig í gegnum leikinn lendir hann alltaf í því að þurfa að leysa skemmtilegar þrautir og ljúka upp dularfullum leyndardómum. Þess utan verða svo auðvitað á vegi feðganna margs konar óvinir sem varna þeim för og þá þurfa þeir að salla niður í smátt til að komast áfram. Vopn og verjur Upphafsvopn Kratosar er forláta öxi og síðar í leiknum nær hann einnig í svokölluð„blades of chaos“ semerumögnuð eldvopn. Þessi vopn getur Kratos svo uppfært eftir því semhann safnar meira silfri og reynslu. Atreus hefur hins vegar boga og örvar og getur eins og Kratos uppfært þau vopn. Þess utan geta þeir báðir keypt sér stöðugt traustari her- og bardagaklæði sem verja þá betur. Hönnunin á vopnunum er snilldarleg og leikmenn hreinlega finna fyrir þeim í höndunum og þeim síaukna krafti sem þau skila eftir því sem uppfærslunum fjölgar. Þetta gerir alla bardaga sem þeir feðgar lenda í aðdýrindis skemmtun semvexþegar leikmennverða stöðugt betri í að beita vopnunum og verjast árásum óvinanna. Mismunandi erfiðleikastig Í upphafi leiksins velja leikmenn á milli fjögurra erfiðleikastiga, allt frá auðveldu fyrir bæði byrjendur og þá sem vilja einfaldlega vinna allabardaga ánþess að svitna, upp í erfiðleikastig semkrefst þess að spilarar geti brugðist við aðstæðum og árásum á sekúndubrotum eða deyja ella. Í raun má segja að erfiðleikastigin séu óteljandi því þeim má einnig stjórna eftir því hversu vel og mikið þeir Kratos og Atreus uppfæra vopn sín og varnarbúnað. Sá sem byrjar t.d. á auðveldasta stiginu lendir í álíka mikilli áskorun og sá sem spilar á hærra stigi taki hann þá ákvörðun að uppfæra ekki búnað sinn. Þannig má sem sagt handstýra erfiðleikastiginu eftir þörfum. Miklu meira en leikur En God of War er miklu viðameiri en svo að hann sé bara verulega vel gerður bardaga- og hasarleikur. Hann er einnig meistaralega unninn á sviðum sem fólk tengir eflaust meira við kvikmyndir en leiki. Við erum að tala um hluti eins og söguna sjálfa, sem er frábær, handritið, leikstjórnina og ekki síst leikinn því bæði Kratos og Atreus eru leiknir af raunverulegum leikurum, svo og aðrar persónur sem við sögu koma. Þannig verður God of War um leið að heilli bíómynd en blöndun á hinum leiknu atriðum og stjórn leikmanns á Kratosi og Atreusi er snilldarlega vel útfærð. Þess utan inniheldur God of War ótal smásögur úr norrænni goða- fræði og verður því um leið og aðalsögunni vindur fram meira en lítið fróðlegur. Að auki er húmorinn í leiknum mikill og þau eru ófá skiptin sem leikmenn brosa yfir því sem gerist og er sagt, eða jafnvel skella upp úr eins og sá sem þetta skrifar gerði oft. Íslenskar tengingar Þar sem sagan og sögusviðið byggir á norrænni goðafræði er mikið af íslenskum nöfnum, staðarheitum og orðum í leiknum, sem aðeins þeir sem tala íslensku geta skilið til fulls. Að auki er sungið á íslensku í nokkrum atriðunum. Höfundur tónlistarinnar, sem er auðvitað af sömu gæðum og annað í leiknum, er Bear McCreary sem fékk m.a. íslenska kammerkórinn Schola cantorum til að syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar og er í öllum tilfellum sungið á íslensku, en upptökur fóru fram í stúdíó Sýrlandi. Einnig koma við sögu fleiri Íslendingar sem t.d. aðstoðuðu við þýðingar. Rúsínan í pylsuendanum er svo Eivør Pálsdóttir (sem er næstum því Íslendingur þótt hún sé Færeyingur) en hún syngur einsöng í nokkrum atriðum leiksins, þ. á m. í upphafsatriðinu, og gerir það af sinni alkunnu snilld. Þetta allt gerir það að verkum að þessi frábæri leikur á alveg sérstakt erindi við íslenska tölvuleikjaspilara. Frá upphafi leiksins þegar þeir Kratos og Atreus yfirgefa heimili sitt í Villtuskógum og halda niður í Miðgarð þaðan sem leið þeirra á eftir að liggja upp á hæsta fjallstind lands- ins. Fyrir utan öll önnur gæði þá er sviðsmyndin og allt um- hverfi í God of War alveg einstaklega vel gert í smáatriðum. Á leið sinni upp á fjallið geta feðgarnir sinnt ýmsum aukaverk- efnum sem snúast t.d. um að leysa þrautir, finna fjársjóði, bjarga drekum úr haldi kveða niður draugagang, finna efni til að uppfæra vopn sín og klæði og margt fleira. Í öllum til- fellum varna ófrýnilegir óvinir af ýmsum gerðum þeim veginn. Eitt af því sem gerir God of War að meistaraverki er hönnun vopnanna sem feðgarnir ráða yfir og sú bardagatækni sem leikmenn geta beitt, en hún inniheldur m.a. ýmis stór- skemmtileg„combo“ sem leikmenn læra smátt og smátt og gera alla bardaga að mikilli skemmtun. Þess utan verða vopnin stöðugt kraftmeiri eftir því sem þau eru uppfærð og sá kraftur skilar sér á snilldarlegan hátt í hendur leikmanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=