Myndir mánaðarins, júní 2018

29 Myndir mánaðarins The West and the Ruthless – Renegades Í þessum athyglisverða og að mörgu leyti nýstárlega vestra systkinanna Nicks og Lexie Trivundza kynnumst við nokkrum persónum sem í fyrstu virðast lítið eiga sameiginlegt þótt annað eigi síðar eftir að koma í ljós. The West and the Ruthless gerist að mestu í og við lítinn bæ sem nefnist Crow’s Landing og er í Arizona, rétt norðan við mexíkósku landamærin og suður af borginni Tucson. Persónurnar sem um ræðir eru m.a. landeigandi, tveir bræður, þræll á flótta, indíáni, kona sem er um það bil að fara að fæða, vændiskona og tveir menn sem reka vændishús. Sagan er sögð í blandaðri tímaröð (líkt og Tar- antino gerði í Pulp Fiction ) sem að lokum rennur þó saman í eina samfellda heild. Um leið má segja að myndin sé óður til eldri vestra því hún gerist á sömu slóðum og var tekin upp í sama kvikmyndaveri og myndir eins og Rio Bravo , Tombstone , Gunfight at the OK Corral , The Outlaw Josey Wales , Gunsmoke , High Chaparral , El Diablo , Geronimo , The Quick and the Dead , Magnificent Seven og 3:10 to Yuma . Hver er með hverjum? 29. júní 90 mín Aðalhl.: Danny Brown, Dan Fowlks og Paul Haapani- emi Leikstj.: Nick og Lexie Trivundza Útg.: Myndform VOD Vestri Paul Haapaniemi leikur eitt af aðalhlutverkunum en segja má að rauðu þræðirnir séu margvísleg uppgjör persónanna í henni þar sem hver hefur sína eigin ástæðu. Þegar fimm SEAL-sérsveitarmenn í Bandaríkjaher uppgötva að á botni vatns í Bosníu liggja gullstangir sem eru um 300 milljón dollara virði ákveða þeir að ná í þær þótt þeim sé það óheimilt enda er vatnið handan víglínanna og því nokkuð ljóst að um sjálfsmorðsferð gæti verið að ræða. Renegades er gerð af sama framleiðsluteymi og gerði Taken -myndirnar, Lucy og The Equalizer , en fyrir því teymi fer Luc Besson sem skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Richard Wenk. Leikstjóri er Steven Quale sem á að baki tvær bíómyndir, þ.e. fimmtu Final Destination -myndina og Into the Storm árið 2014. Fimm SEAL-sérsveitarmenn sem eru við skyldustörf í Bosníustríðinu árið 1995 komast að því að á botni 40 metra djúps vatns handan við Sarajevo er að finna nokkra kassa af gulli sem legið hafa þar síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Fimm- menningarnir geta ekki látið tækifærið fram hjá sér fara og ákveða upp á sitt ein- dæmi að skipuleggja „björgunarleiðangur“ til að ná í gullið þrátt fyrir áhættuna ... Út í opinn dauðann 29. júní 90 mín Aðalhl.: Sullivan Stapleton, J.K. Simmons og Ewen Brem- ner Leikstj.: Nick og Lexie Trivundza Útg.: Myndform VOD Stríðsmynd SEAL-liðarnir fimm sem fá þá brjálæðishugmynd að nálgast og nema á brott nokkur tonn af gullstöngum sem eru á botni vatns í Bosníu, handan Sarajevo og víglínunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=