Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó

30 Myndir mánaðarins Fullir vasar Hvað getur farið úrskeiðis? Aðalhlutverk: Hjálmar Örn Jóhannsson, Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder, Aron Már Ólafsson, Salka Sól, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Þórhallur (Laddi) Sigurðsson Leikstjórn: Anton Sigurðsson Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Keflavík, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Borgarbíó Akureyri, Eyjabíó og Selfossbíó 94 mín Grafir & bein. Frumsýnd 23. febrúar l Upprunalega hugmyndin að sögu myndarinnar varð til hjá framleiðslufyrirtækinu Aktive Productions og þeim Agli Ploder Ottóssyni og Nökkva Fjalari Orrasyni sem leika jafnframt í henni. l Kvikmyndastjóri myndarinnar var Gunnar Auðunn Jóhannsson og um klippinguna sá Stefanía Thors. Tónlistin er eftir Kristján Sturlu Bjarnason, leikmynd eftir Hauk Valdimar Pálsson og um búningahönnun sá Arndís Ey Eiríksdóttir. Fullir vasar er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfund- arins Antons Sigurðssonar og fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands. Í kjölfar þess fer í gang ævintýra- lega fyndin atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir. Hér er á ferðinni gamanmynd með spennuívafi og söguþræði sem kemur skemmtilega á óvart. Hjálmar Örn Jóhannesson leikur hinn frekar misheppnaða Arnar Þór sem hefur komið sér í tugmilljóna króna skuld við hættulegasta mann Íslands, sjálfan Gulla bílasala sem Þórhallur Sigurðsson (Laddi) leikur. Til að hjálpa Arnari út úr klípunni ákveða þrír vinir hans að aðstoða hann við að ræna banka, grímuklæddir og vopnaðir. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis? Með hlutverk vina Arnars fara þeir Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Áttu-mennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Þeir félagar hafa lítið leikið áður en eiga það sameiginlegt að hafa gert það gott á Snapchat þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda. Fullir vasar verður frumsýnd 23. febrúar og við hvetjum að sjálfsögðu alla húmorista landsins til að skella sér á hana í bíó. Þetta eru þeir Hjálmar Örn Jóhannesson í hlutverki Arnars Þórs og Hilmir Snær Guðnason sem leikur son Gulla bílasala, Grjóna. Fullir vasar Gamanmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Fullir vasar er þriðja bíómyndin sem Anton Sig- urðsson skrifar og leikstýrir en hann sendi síðast frá sér spennumyndina Grimmd og þar á undan draugasögu sem skaut mörgum kvikmyndahúsa- gestum skelk í bringu. Hvað heitir sú mynd? Bankastjórinn, Arnar Þór, Gulli bílasali og lífvörður hans fagna hér saman opnun trampólíngarðs Arnars en það er einmitt út af fjár- mögnun hans sem Arnar skuldar nú Gulla allar milljónirnar. Fyrir utan skuldina við Gulla glímir Arnar Þór við ýmsan annan vanda, þar á meðal varðandi dóttur sína og fyrrverandi eiginkonu sem er leikin af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur. Þau eru hér á foreldrafundi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=