Myndir mánaðarins - Desember 2017

44 Myndir mánaðarins Vinsælustu leigumyndirnar Storkurinn Rikki er fjörugt, fyndið og afar vel teiknað ævintýri þar sem flestar persónurnar eru fuglar af öllum gerðum. Hér segir af þrestinum Rikka sem elst upp hjá storkum eftir að hafa dottið úr eigin hreiðri og heldur því að hann sé storkur. En þegar fjölskylda hans flýgur suður til vetursetu kemur babb í bátinn. Baby Driver er nýjasta mynd hins frum- lega leikstjóra Edgars Wright sem sló í gegn með myndum eins og Shaunof the Dead , Hot Fuzz , The World’s End og Scott Pilgrim vs. the World og segir frá bílstjóra glæpagengis sem vill losna úr því en neyðist til að vera með í einu ráni enn. Spenna og hasar með gamansömu ívafi. Þessi bráðskemmtilega teiknimynd er byggð á samnefndum teiknimyndasög- um sem flestir þekkja og segir frá prökk- urunum Georg og Harold sem ákveða að dáleiða skólastjórann sinn, hinn ön- uga og stranga herra Krupp, og láta hann halda að hann sé Kafteinn Ofur- brók, ofurhetja sem allt getur. Felice er ellefu ára gömul stúlka sem býr á munaðarleysingjahæli í Bretagne- héraði Frakklands. Hana dreymir um að gerast ballettdansmær og ákveður dag einn að fara til Parísar ásamt besta vini sínum, Victor, og láta reyna á danshæfi- leika sína. Fyndin, hugljúf, rómantísk og umfram allt vel gerð og góð teiknimynd. Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árásum hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels ákveður Caesar að eina vörnin sé falin í sókn og segir í framhaldinuColonelogmönnum hans miskunnarlaust stríð á hendur. Æsispennandi mynd og sú besta í seríunni til þessa að margra mati. Þegar Strympa verður vör við að ókunnug augu eru að stara á hana í nágrenni Strumpaþorps og finnur í framhaldinu dularfullt kort sem gefur til kynna að Strumparnir séu ekki einu íbúarnir í skóginum ákveða hún, Gáfna- strumpur, Kraftastrumpur og Klaufa- strumpur að kanna málið nánar. Jólin nálgast og Willie Stokes er við sama heygarðshornið og áður þar sem hann safnar peningum fyrir bágstadda en hirðir svo peninginn sjálfur. En Willie vill meira og þegar hinn smávaxni félagi hans Marcus kemur með tillögu um að ræna vel stæð góðgerðarsamtök ákveður Willie að slá til ásamt móður sinni, Sunny. Eftir að Díana prinsessa af Themysciru bjargar lífi breska flugmannsins Steves Trevor árið 1915 segir hann henni af styrjöldinni í Evrópu sem leiðir til þess að Díana ákveður að blanda sér í slaginn og bjarga eins mörgum mannslífum og hún getur. Frábær ofurhetjumynd, ein sú albesta hingað til, spennandi og fyndin. Everything, Everything er gerð eftir samnefndri metsöluskáldsögu og segir frá ungri stúlku, Maddy, sem vegna bráðaofnæmis fyrir hreinlega öllu verður að dvelja allan sólarhringinn í dauð- hreinsuðum húsakynnum sem móðir hennar hefur útbúið. Þegar hún kynnist jafnaldra sínumog nágranna breytist allt. Jack Sparrow lendir nú í sínum mesta lífsháska þegar illskeyttasti óvinur hans, hinn grimmi Salazar skipstjóri, flýr úr fordyri helvítis, staðráðinn í að ráða niðurlögum allra sjóræningja og þá sérstaklega Jacks Sparrow sem bar ábyrgð á dauða hans. Stórskemmtileg mynd og sennilega sú síðasta í seríunni. Eftir að ævintýramaðurinn Nick Morton finnur fyrir tilviljun kistu hinnar fornu egypsku prinsessu Ahmanet sem var grafin lifandi á sínum tíma fyrir hrotta- legan glæp ákveður hann að fylgja múmíu hennar til Lundúna. Það hefði hann ekki átt að gera! Tom Cruise í aðalhlutverki og hasarinn er svakalegur. Höfnun konungsins er afar vönduð, vel sviðsett og afburðavel leikin mynd þar sem atburðunum á fyrstu dögum innrásar þýska hersins í Noreg í apríl 1940 eru gerð sannferðug skil. Myndin var framlag Norðmanna til Óskarsverð- launa 2017 og gerist öll á sömu stöðum og atburðirnir gerðust í raun. ÞegarTröllistal jólunum er sígild saga eftir dr. Seuss sem segir frá ævintýraveröld í snjókorni. Þar býr Trölli (Jim Carrey) hátt uppi í fjöllunum og lætur það fara í taugarnar á sér að í gamla heimabæ hans skuli ríkja gleði og glaðværð vegna komu jólanna. Hann ákveður því að skemma jólin fyrir bæjarbúum. Þegar breskur njósnari er myrtur í Berlín ákveður leyniþjónustan MI6 að senda á vettvang sína bestu konu, hina eitil- hörðu Lorraine sem er langt frá því að vera lamb að leika sér við þótt hún viti svo sem eins og flestir aðrir að starfið muni eflaust verða henni að aldurtila að lokum. Vonandi ekki í dag samt. Ég man þig er nýjasta mynd Óskars Þórs Axelssonar sem gerði hina hörkugóðu Svartur á leik árið 2012, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðar- dóttur, einni bestu spennusögu íslensks rithöfundar frá upphafi. Ég man þig er ein vinsælasta mynd ársins í kvikmynda- húsum, mynd sem allir ættu að sjá. Spider-Man: Homecoming er þriðja end- urræsingin á sögunum um köngulóar- manninn Peter Parker og hefst þar sem Captain America: Civil War endaði, þ.e. á bardaganum mikla þar sem Spider-Man blandaði sér óvænt í baráttuna. Þetta er bráðfyndinn ofurhetjumynd með mikl- um hasar og kostulegum uppákomum. Þegar þeim Gru og Lucy er sparkað úr starfi eftir að þau klúðra mikilvægu verkefni og skósveinarnir ákveða að yfirgefa Gru vegna skorts hans á glæpsamlegu innræti ákveða þau Lucy að gera gott úr öllu og einbeita sér að heimilislífinu og uppeldi fósturdætranna. En þá uppgötvar Gru að hann á tvíburabróður. Þriðja Aulinn ég - myndin hefur alls staðar slegið í gegn enda jafnskemmtileg og fyrri myndirnar tvær. Grín og fjör fyrir alla í fjölskyldunni. Þessi nýja brúðumyndaútgáfa af Dýr- unum í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner hefur verið kölluð meistaraverk en hún sló aðsóknarmet í kvikmyndahúsum og er talsett á íslensku. Mikki refur, Lilli klifurmús, Hérastubbur bakari og allar hinar skrítnu og skemmtilegu persón- urnar í sögunni koma öllum í gott skap. Hér segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í slaginn og það fyrsta sem hann þarf að gera ásamt bróður sínum og nokkrum öðr- um hvítvoðungum er að stöðva helstu samkeppniskrútt allra barna, hvolpana! Myndin er gerð af Tom McGrath, þeim sama og gerði Madagascar -myndirnar. Strandverðinum Mitch Buchannon líst ekkert á nýjan liðsmann teymis síns, Matt Brody, sem skartar tveimur gull- verðlaunum en virðist lítið annað hafa til brunns að bera. En þegar þeir Mitch og Matt komast á snoðir um lævísa tilraun til að sölsa undir sig ströndina neyðast þeir til að snúa bökum saman. Ævintýri Spenna /Tryllir Teiknimynd Teiknimynd Spenna / Hasar Spenna / Hasar Brúðumynd Teiknimynd Hasar / Ævintýri Hasar / Spenna Teiknimynd Gamanmynd Gaman / Ævintýri Ævintýri / Hasar Gamanmynd Sannsögulegt Drama / Rómantík Teiknimynd Ævintýri / Hasar Teiknimynd Spider-Man: Homecoming Aulinn ég 3 Kafteinn Ofurbrók Ég man þig Strumparnir og gleymda þorpið Dýrin í Hálsaskógi War for the Planet of the Apes Wonder Woman Baby Driver Atomic Blonde Stóra Stökkið Bad Santa 2 Þegar Trölli stal jólunum Stubbur stjóri Everything, Everything POTC: Salazar’s Revenge The Mummy Höfnun konungsins Baywatch Storkurinn Rikki 1 2 3 5 4 8 7 6 11 10 14 13 17 16 9 12 15 19 18 20

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=