Myndir mánaðarins - Desember 2017 - Bíó

34 Myndir mánaðarins The Greatest Showman Sannsögulegt / Tónlist Ekkert er ómögulegt Aðalhlutverk: Hugh Jackman, Michelle Williams, Zac Efron, Rebecca Ferguson, Zendaya, Paul Sparks, Sam Humphrey og Keala Settle Leikstjórn: Michael Gracey Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Egilshöll, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó 96 mín Veistu svarið? Flestir leikarar myndarinnar hafa langa reynslu af dansi og söng, þar ámeðal Zac Efron semsló einmitt upphaflega í gegn í þekktri dans- og söngleikjaseríu. Hvað heitir hún? High School Musical. Frumsýnd 29. desember Punktar .................................................... l Það er óhætt að segja um P.T. Barnum (1810–1891) að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð, en fyrir utan að setja upp ótal sýningar var hann líka rithöfundur og stjórnmálamaður sem lét mikið til sín taka, ekki síst í þágu samfélagsins. Við fjölluðum dálítið umótrúlega framkvæmdagleði þessa einstakamanns í síðasta blaði og viljum hvetja áhugasama að kynna sér líf hans nánar á netinu. l Orðrómurinn segir að The Greatest Showman verði „feel good“- mynd ársins 2017 en hún þykir alveg einstaklega vel heppnuð. The Greatest Showman sækir innblásturinn í líf hins stórmerka frumkvöðuls, heimspekings og gleðigjafa P.T. Barnum, en hann stofnaði m.a. fjölleikahús sem naut mikilla vinsælda á vesturströnd Bandaríkjanna og víðar ummiðbik 19. aldar. Það er Hugh Jackman sem leikur P.T. Barnum í þessari fjörugu og litríku mynd leikstjórans Michaels Gracey sem í anda sögunnar sem hún segir inniheldur mörg töfrandi sýningaratriði, dansa og söngva, en aðalhöfundar laga og texta eru Golden Globe- og Óskarsverðlaunahafarnir Benj Pasek og Justin Paul sem sömdu m.a. lögin og textana í hinni margverðlaunuðu mynd La La Land . Á meðal helstu meðleikara Hughs eru þau Michelle Williams sem leikur eiginkonu hans, Charity, Rebecca Ferguson sem leikur Jenny Lind, en hana gerði Barnum að einni þekktustu og vinsælustu söngkonu Bandaríkjanna á sínum tíma, Zac Efron og hin hæfi- leikaríka Zendaya. Handritið er hins vegar skrifað af Óskarsverð- launahafanum Bill Condon eftir sögu Jennyar Bicks. Stiklurnar úr myndinni eru frábærar og það er nokkuð ljóst að The Greatest Showman er mikil og góð skemmtun fyrir augu og eyru. Hugh Jackman leikur hugsjónamanninn og frumkvöðulinn P.T. Barnum og Michelle Williams leikur eiginkonu hans, Charity. The Greatest Showman P.T. Barnum setti upp margar magnaðar sýningar sem slógu í gegn. Zac Efron leikur Phillip Carlyle, helsta aðstoðarmann P.T. Barnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=