Men in Black 3 rúllar nær

Þó svo að hér sé ábyggilega á ferðinni risastór sumarsmellur þá er ekki beinlínis oft talað um Men in Black 3 í sömu setningu og t.d. myndir á borð við Prometheus og The Dark Knight Rises, að minnsta kosti ekki hvað væntingar varða.

Nýtt plakat fyrir myndina með mönnunum í svörtu hefur núna litið dagsins ljós þar sem Will Smith er voða kátur í nýja faratækinu sínu. Ég mana ykkur South Park-unnendur að hugsa ekki til þekktrar þáttar þegar þið rennið augunum yfir það. Smellið á plakatið ef þið áttið ykkur ekki á tilvísuninni.

Men in Black 3 verður frumsýnd seinnipartinn í maí.