Man on a Ledge – stikla

Sam Worthington er allavega að prófa nýja hluti eftir Avatar, hér er stikla fyrir næstu mynd hans, en hann eyðir meirihluta hennar standandi á gluggasyllu á háhýsi í New York. Myndinni er leikstýrt af dananum Asger Leth, og ásamt Worthington eru Ed Harris, Jamie Bell og Elizabeth Banks í stórum hlutverkum.

Worhtington og Bell leika bræður sem starfa saman, Banks er samningamaðurinn sem reynir að ná Worthington af sillunni, og Harris er vondi kallinn. Ég ætla ekki að eyða óþarfa orðum í að útskýra myndina, það sést í stiklunni. Gæti orðið fínasta spennuræma. Sjáið hér: