Kutcher ER Steve Jobs – fyrsta mynd

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ashton Kutcher er sláandi líkur Apple frumkvöðlinum Steve Jobs heitnum á þessari mynd hér fyrir neðan. Það var Sundance kvikmyndahátíðin sem birti myndina fyrr í dag.
Þetta er fyrsta myndin sem birtist af Kutcher úr myndinni jOBS, sem er ævisöguleg mynd um Steve Jobs stofnanda Apple tölvufyrirtækisins. Myndin er eftir leikstjórann Joshua Michael Stern.

Ath. að Kutcher er á efri myndinni – en neðri myndin er mynd af Jobs ungum.

jOBS er á meðal mynda sem sýndar verða á Sundance kvikmyndahátíðinni sem stendur frá 17.  – 27. janúar nk. Til að sjá heildarlista þeirra mynda sem taka þátt í hátíðinni er hægt að smella hér.