Íslandsvinur í apamynd

Íslandsvinurinn Brian Cox, sem lék hjartasjúklinginn og bareigandann í mynd Dags Kára Péturssonar The Good Heart, hefur nú samþykkt að leika í myndinni Rise of the Apes, samkvæmt kvikmyndasíðunni The Wrap. Cox mun þar fara með hlutverk aðal vonda kallsins, manns sem er harðstjóri og rekur frumstæðan kirkjugarð.

Cox slæst þar með í hóp með ekki ómerkari mönnum en John Lithgow, Freida Pinto og Andy Serkis, en leikstjóri er Rupert Wyatt. Myndin er framhald, eða undanfari, hinnar rómuðu Planet of the Apes.